Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2018 19:30 Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“ Fréttir af flugi Söfn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“
Fréttir af flugi Söfn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira