Uppljómun um helvíti Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. október 2018 09:00 Jón og Einar, en það var fyrir hvatningu hins fyrrnefnda sem þýðingin á Víti Dantes varð að raunveruleika. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Við skulum byrja á forsögunni, af hverju að þýða Dante? Einar: „Nonni hringdi í mig óforvarandis þegar ég hafði lokið við þýðingu á Vetrarævintýri eftir Heinrich Heine sem kom síðan út árið 2011. Hann var með svakalega hugmynd sem hann nefndi svo seint og um síðir.“ Jón: „Ég var dálítið eins og í áfalli þegar ég var búinn að lesa Heine-þýðinguna. Ég var svo gagntekinn af því hvað hún var lipur, andrík og ótrúlega skemmtileg. Ég hugsaði með mér: Svona þýðingarstarf verður að halda áfram. Það var ekki bara út af skemmtuninni heldur fannst mér íslensk tunga og íslenskt brageyra þurfa eitthvað verulega gott til að hressa upp á sig. Þannig að ég hugsaði: Hvaða krassandi efni get ég látið Einar fá sem hristir verulega upp í brageyra íslensku þjóðarinnar? Þá fékk ég hugljómun, svo sterka að ég get ennþá kallað hana fram, að það ætti að vera Dante. Það hentaði líka af því Einar kann ítölsku.“ Einar: „Það er skemmtilegt í þessu sambandi að hafa í huga að Heine endar Vetrarævintýri á áskorun til kóngsins um að vera ekki að ritskoða skáldin og spyr hann í lokaerindinu: Kannastu við helvíti Dantes, passaðu þig svo þú verðir ekki sendur niður. Mig grunar að þessi orð hafi sest að í undirmeðvitund Nonna.“ Jón: „Það hlýtur eiginlega að vera því hugljómunin var raunveruleg.“Frumleiki DantesHvað var erfiðast í sambandi við þýðinguna? Einar: „Þessi þýðing er í réttum bragarhætti, þeim sama og Gunnarshólmi, rímið sækir yfir í næsta erindi. Rímið var það erfiðasta. Ég skrifaði niður öll rímorð sem ég kunni og svo var að negla þau inn og stundum að búa þau til. Ég tók mér ákveðið frelsi varðandi rímorðin. Ég nota til dæmis jöfnum höndum ljáði og léði. Þannig að ég negli inn orðum sem passa ekki alveg varðandi ströngustu reglur í stafsetningu eða málfræði Björns Guðfinnssonar. Í gömlum þjóðsögum er þó talað um hellira og læknira, þannig að ég hafði nokkuð frjálsar hendur þrátt fyrir allt.“Bókina prýða teikningar þar sem Ragnar Kjartansson sýnir sínar hugmyndir um helvíti.Jón: „Ég var svo hissa á því hvað hann gat sótt í þjóðvísur, gömlu Edduna og Íslendingasögurnar. Ég skil ekki hvaðan maðurinn hefur þetta minni. Ég hef ekki svona minni. Samt hef ég kvalist út af minni mínu. Maður tekur út smá þjáningar með því að hafa frekar gott minni, það er ekkert auðvelt. En þetta er ofurminni!“Hvað er svo skemmtilegt og áhugavert við helvíti Dantes? Einar: „Það er hugmyndaflugið og svo líka hvað Dante er í rauninni. nútímalegur.“ Jón: „Ég vil nefna nokkuð sem ég undrast í sambandi við listbrögð Dantes. Önnur viðamikil skáld sem ég hef borið saman við hann, til dæmis Walt Whitman og William Blake, eru oft með langar upptalningar og maður nennir ekki að lesa þær af því að þeim er bara hrúgað upp. Þetta sér maður aldrei hjá Dante. Það er alltaf spennandi að lesa upptalningar hans og ætíð er listfengi í þeim. Annað sem hann stillir afskaplega vel af eru viðræður hans við leiðsögumann sinn Virgil. Dante er með alls konar útskýringar og efasemdir og þeir skiptast á skoðunum. Svo koma á hárréttum stöðum landslagslýsingar, himinhvolfslýsingar, stjörnumerkjalýsingar og fleira til að skapa tilbreytingu. Frumleikinn er alltaf til staðar hjá Dante, þar er ekkert vélrænt.“Mórölsk veruleikatengingVerkið er um helvíti. Þótt ég þykist vita svarið verð ég að spyrja hvort þið trúið á helvíti. Einar: „Nei, en í bókinni eru teikningar þar sem Ragnar Kjartansson sýnir sínar hugmynd um helvíti, eins og til dæmis deGaulle-flugvöllinn.“ Jón: „Nei, ég get ekki trúað á helvíti. Það er svo skrýtið með víti Dantes að þar fá skáldlegar myndir líkamningu. Maður veltir fyrir sér refsingunni sem er veitt fyrir hverja synd og Dante finnur alltaf þá réttu. Hann gefur skáldskapnum nánast óheft hugmyndaflug án þess að missa veruleikatengingu. Það er þessi móralska veruleikatenging sem gerir helvíti hans svo raunverulegt.“xxxÞið trúið ekki á helvíti, eins og skiljanlegt er, en hvað með trú á æðri mátt? Jón: „Ég geri það nú.“ Einar: „Maður getur ekki neitað, maður veit aldrei.“ Jón: „Ég hallast að jáinu, annars hefði ég ekki fengið þessa hugljómun.“Eruð þið samrýndir? Jón: „Já.“ Einar: „Nonni er eins og hundur sem rekur á eftir mér en dinglar þó rófunni.“Ágætis hálmstráÞað er ekkert sjálfgefið að fá þýðingu eins og þessa gefna út. Var það mikil píslarganga? Einar: „Nei, þetta var það ekki vegna þess að ég átti aldrei von á því að nokkur maður vildi gefa þetta út. Svo barst þessi þýðing í tal og Sigurður Gísli Pálmason sagði við mig að láta sig vita ef hann gæti verið mér innan handar og mér þótti það ágætis hálmstrá. Hann er fjárhagslegur bakhjarl.“ Jón: „Svo var hóað í Bjössa, Björn Jónasson, sem á sínum tíma gaf út Nafn rósarinnar og hann er útgefandinn. Þessar tvær bækur kallast ágætlega á. Það er ágætt að lesa Umberto Eco með Dante.“Þetta er einn þriðji af Hinum guðdómlega gleðileik, hvað með framhaldið? Einar: „Ég er kominn nokkuð á veg með þýðingu á Skírnarfjallinu‚ þýddi tvö erindi í gær. Ég er í stöðugri leit að rímorðum, það getur tekið tvo til þrjá daga að finna þau.“Eruð þið báðir miklir bókamenn? Einar: „Nonni veit allt um bókmenntir. Hann byrjaði að lesa Thomas Mann á þýsku með orðabók 22 ára gamall og kunni þá ekkert í þýsku. Síðan hefur hann lesið allan litteratúrinn og man það sem hann les. Ég veit ekkert um litteratúr en er sennilega góð hermikráka. Ef maður veit hvað skáld er að segja þá getur maður hermt eftir því. Það er mitt hlutverk.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við skulum byrja á forsögunni, af hverju að þýða Dante? Einar: „Nonni hringdi í mig óforvarandis þegar ég hafði lokið við þýðingu á Vetrarævintýri eftir Heinrich Heine sem kom síðan út árið 2011. Hann var með svakalega hugmynd sem hann nefndi svo seint og um síðir.“ Jón: „Ég var dálítið eins og í áfalli þegar ég var búinn að lesa Heine-þýðinguna. Ég var svo gagntekinn af því hvað hún var lipur, andrík og ótrúlega skemmtileg. Ég hugsaði með mér: Svona þýðingarstarf verður að halda áfram. Það var ekki bara út af skemmtuninni heldur fannst mér íslensk tunga og íslenskt brageyra þurfa eitthvað verulega gott til að hressa upp á sig. Þannig að ég hugsaði: Hvaða krassandi efni get ég látið Einar fá sem hristir verulega upp í brageyra íslensku þjóðarinnar? Þá fékk ég hugljómun, svo sterka að ég get ennþá kallað hana fram, að það ætti að vera Dante. Það hentaði líka af því Einar kann ítölsku.“ Einar: „Það er skemmtilegt í þessu sambandi að hafa í huga að Heine endar Vetrarævintýri á áskorun til kóngsins um að vera ekki að ritskoða skáldin og spyr hann í lokaerindinu: Kannastu við helvíti Dantes, passaðu þig svo þú verðir ekki sendur niður. Mig grunar að þessi orð hafi sest að í undirmeðvitund Nonna.“ Jón: „Það hlýtur eiginlega að vera því hugljómunin var raunveruleg.“Frumleiki DantesHvað var erfiðast í sambandi við þýðinguna? Einar: „Þessi þýðing er í réttum bragarhætti, þeim sama og Gunnarshólmi, rímið sækir yfir í næsta erindi. Rímið var það erfiðasta. Ég skrifaði niður öll rímorð sem ég kunni og svo var að negla þau inn og stundum að búa þau til. Ég tók mér ákveðið frelsi varðandi rímorðin. Ég nota til dæmis jöfnum höndum ljáði og léði. Þannig að ég negli inn orðum sem passa ekki alveg varðandi ströngustu reglur í stafsetningu eða málfræði Björns Guðfinnssonar. Í gömlum þjóðsögum er þó talað um hellira og læknira, þannig að ég hafði nokkuð frjálsar hendur þrátt fyrir allt.“Bókina prýða teikningar þar sem Ragnar Kjartansson sýnir sínar hugmyndir um helvíti.Jón: „Ég var svo hissa á því hvað hann gat sótt í þjóðvísur, gömlu Edduna og Íslendingasögurnar. Ég skil ekki hvaðan maðurinn hefur þetta minni. Ég hef ekki svona minni. Samt hef ég kvalist út af minni mínu. Maður tekur út smá þjáningar með því að hafa frekar gott minni, það er ekkert auðvelt. En þetta er ofurminni!“Hvað er svo skemmtilegt og áhugavert við helvíti Dantes? Einar: „Það er hugmyndaflugið og svo líka hvað Dante er í rauninni. nútímalegur.“ Jón: „Ég vil nefna nokkuð sem ég undrast í sambandi við listbrögð Dantes. Önnur viðamikil skáld sem ég hef borið saman við hann, til dæmis Walt Whitman og William Blake, eru oft með langar upptalningar og maður nennir ekki að lesa þær af því að þeim er bara hrúgað upp. Þetta sér maður aldrei hjá Dante. Það er alltaf spennandi að lesa upptalningar hans og ætíð er listfengi í þeim. Annað sem hann stillir afskaplega vel af eru viðræður hans við leiðsögumann sinn Virgil. Dante er með alls konar útskýringar og efasemdir og þeir skiptast á skoðunum. Svo koma á hárréttum stöðum landslagslýsingar, himinhvolfslýsingar, stjörnumerkjalýsingar og fleira til að skapa tilbreytingu. Frumleikinn er alltaf til staðar hjá Dante, þar er ekkert vélrænt.“Mórölsk veruleikatengingVerkið er um helvíti. Þótt ég þykist vita svarið verð ég að spyrja hvort þið trúið á helvíti. Einar: „Nei, en í bókinni eru teikningar þar sem Ragnar Kjartansson sýnir sínar hugmynd um helvíti, eins og til dæmis deGaulle-flugvöllinn.“ Jón: „Nei, ég get ekki trúað á helvíti. Það er svo skrýtið með víti Dantes að þar fá skáldlegar myndir líkamningu. Maður veltir fyrir sér refsingunni sem er veitt fyrir hverja synd og Dante finnur alltaf þá réttu. Hann gefur skáldskapnum nánast óheft hugmyndaflug án þess að missa veruleikatengingu. Það er þessi móralska veruleikatenging sem gerir helvíti hans svo raunverulegt.“xxxÞið trúið ekki á helvíti, eins og skiljanlegt er, en hvað með trú á æðri mátt? Jón: „Ég geri það nú.“ Einar: „Maður getur ekki neitað, maður veit aldrei.“ Jón: „Ég hallast að jáinu, annars hefði ég ekki fengið þessa hugljómun.“Eruð þið samrýndir? Jón: „Já.“ Einar: „Nonni er eins og hundur sem rekur á eftir mér en dinglar þó rófunni.“Ágætis hálmstráÞað er ekkert sjálfgefið að fá þýðingu eins og þessa gefna út. Var það mikil píslarganga? Einar: „Nei, þetta var það ekki vegna þess að ég átti aldrei von á því að nokkur maður vildi gefa þetta út. Svo barst þessi þýðing í tal og Sigurður Gísli Pálmason sagði við mig að láta sig vita ef hann gæti verið mér innan handar og mér þótti það ágætis hálmstrá. Hann er fjárhagslegur bakhjarl.“ Jón: „Svo var hóað í Bjössa, Björn Jónasson, sem á sínum tíma gaf út Nafn rósarinnar og hann er útgefandinn. Þessar tvær bækur kallast ágætlega á. Það er ágætt að lesa Umberto Eco með Dante.“Þetta er einn þriðji af Hinum guðdómlega gleðileik, hvað með framhaldið? Einar: „Ég er kominn nokkuð á veg með þýðingu á Skírnarfjallinu‚ þýddi tvö erindi í gær. Ég er í stöðugri leit að rímorðum, það getur tekið tvo til þrjá daga að finna þau.“Eruð þið báðir miklir bókamenn? Einar: „Nonni veit allt um bókmenntir. Hann byrjaði að lesa Thomas Mann á þýsku með orðabók 22 ára gamall og kunni þá ekkert í þýsku. Síðan hefur hann lesið allan litteratúrinn og man það sem hann les. Ég veit ekkert um litteratúr en er sennilega góð hermikráka. Ef maður veit hvað skáld er að segja þá getur maður hermt eftir því. Það er mitt hlutverk.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira