Fótbolti

Bonucci og Chiellini eru velkomnir til Harvard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snillingar. Bonucci og Chiellini á æfingu með landsliði Ítalíu.
Snillingar. Bonucci og Chiellini á æfingu með landsliði Ítalíu. vísir/getty
Eftir leik Man. Utd og Juventus í Meistaradeildinni sagði Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, að varnarmenn Juve - Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci - ættu að kenna varnarleik við Harvard-háskólann.

Fjölmiðill í Tórínó setti sig í samband við Harvard-háskólann og ræddi málið við aðstoðarþjálfara fótboltaliðs skólans sem býður þá velkomna.

„Ég hef hugsað um að fá þá hingað," sagði Francesco D'Agostino hjá Harvard og sló svo á létta strengi.

„Chiellini ætti að kenna læknisfræði. Það er búið að brjóta nefið hans svona þúsund sinnum og réttast væri að hann gæfi það til læknisrannsókna. Bonucci gæti svo kennt sálfræði enda verða menn með klofinn persónuleika á því að spila bæði fyrir Juve og Milan."

Hvur veit nema að þeir heimsæki skólann einhvern tímann og þó ekki væri nema bara til að hitta fótboltalið skólans.

„Ég er sammála Mourinho. Þetta eru sérfræðingar í varnarleik. Mitt lið myndi fá á sig færri mörk bara við það að sjá þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×