Jón Steinar fékk ekki bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 06:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, á ekki rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna dómsmáls sem hann höfðaði til ógildingar áminningar sem hann hlaut hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum (ÚRVá). Í fyrra var Jón Steinar áminntur vegna ummæla sem hann lét falla í tölvupóstssamskiptum við Ingimund Einarsson, þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómarinn fyrrverandi var ósáttur við synjun dómstjórans á beiðni um flýtimeðferð og lét orð falla sem þeim síðarnefnda mislíkaði. Kvartaði Ingimundur til úrskurðarnefndar lögmannafélagsins sem áminnti Jón Steinar vegna brots á siðareglum. Jón Steinar höfðaði dómsmál til ógildingar á úrskurðinum en því var hafnað í maí. Málskostnaður var látinn niður falla. Í tengslum við rekstur dómsmálsins óskaði Jón Steinar eftir því að kostnaður við það yrði greiddur af tryggingafélagi sínu en í fjölskyldutryggingu hans var innifalin málskostnaðartrygging. Félagið hafnaði greiðsluskyldu þar sem tryggingin tæki ekki til ágreinings sem væri í tengslum við atvinnu hins vátryggða. Jón Steinar taldi á móti að ummælin hefðu fallið eftir að lögfræðilegum erindum við dómstjórann var lokið og að þau tengdust ekki vinnu hans heldur tjáningarfrelsi einstaklinga. ÚRVá féllst á rök félagsins og sagði að ummælin væru alfarið komin til vegna lögmannsstarfa. Því ætti Jón Steinar ekki rétt á bótum úr málskostnaðartryggingunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, á ekki rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna dómsmáls sem hann höfðaði til ógildingar áminningar sem hann hlaut hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum (ÚRVá). Í fyrra var Jón Steinar áminntur vegna ummæla sem hann lét falla í tölvupóstssamskiptum við Ingimund Einarsson, þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómarinn fyrrverandi var ósáttur við synjun dómstjórans á beiðni um flýtimeðferð og lét orð falla sem þeim síðarnefnda mislíkaði. Kvartaði Ingimundur til úrskurðarnefndar lögmannafélagsins sem áminnti Jón Steinar vegna brots á siðareglum. Jón Steinar höfðaði dómsmál til ógildingar á úrskurðinum en því var hafnað í maí. Málskostnaður var látinn niður falla. Í tengslum við rekstur dómsmálsins óskaði Jón Steinar eftir því að kostnaður við það yrði greiddur af tryggingafélagi sínu en í fjölskyldutryggingu hans var innifalin málskostnaðartrygging. Félagið hafnaði greiðsluskyldu þar sem tryggingin tæki ekki til ágreinings sem væri í tengslum við atvinnu hins vátryggða. Jón Steinar taldi á móti að ummælin hefðu fallið eftir að lögfræðilegum erindum við dómstjórann var lokið og að þau tengdust ekki vinnu hans heldur tjáningarfrelsi einstaklinga. ÚRVá féllst á rök félagsins og sagði að ummælin væru alfarið komin til vegna lögmannsstarfa. Því ætti Jón Steinar ekki rétt á bótum úr málskostnaðartryggingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira