Mistök við flutning á líki til Reykjavíkur hörmuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:30 Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Vísir Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira