Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2018 15:39 Jón Trausti Reynisson er annar tveggja ritstjóra Stundarinnar. Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins og Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, kemur Herði Ægissyni, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Tilefni skrifanna er færsla sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á sinni Facebook-síðu í gær um leiðara sem Hörður skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag. Leiðarinn bar yfirskriftina „Stærsta ógnin“ og fjallaði um kröfur Starfsgreinasambandsisn og VR í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í leiðaranum sagði Hörður að kröfum félaganna yrði ekki lýst öðruvísi en sem „sturluðum“ og „í engum takti við efnahagslegan veruleika.“Góður málstaður stéttarfélaga en tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns Sólveig Anna sagði í færslu sinni á Facebook í gær að „fyrirlitningin og andúðin á verkafólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem frussast á okkur af síðum Fréttablaðsins er með ólíkindum...“ Þá sagði hún stemninguna í herbúðum „óvina vinnandi stétta“ ótrúlega og sagði Herði sigað á verkafólk af húsbónda sínum. Jón Trausti segir í færslu sinni að stéttarfélögin hafi góðan málstað eftir miklar launahækkanir ráðamanna og forstjóra, miklar hækkanir á húsnæðismarkaði, lægri bótagreiðslur og ömurlega stöðu lágtekjufólks. „En það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Hvað sem fólki finnst um skrif Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, er ekkert sem staðfestir að hann sé „handbendi“ eða stýrist beint af einhverjum „húsbónda“. Hann kann að hafa sínar skoðanir og hans skoðunum getum við verið ósammála. Það er munur á því að hafa skoðun eða vera beinlínis í duldum hagsmunaárekstri. Þess fyrir utan hefur Hörður augljóslega gert margt gott og mikilvægt í blaðamennsku, til dæmis afhjúpað svívirðilegar bónusgreiðslur,“ segir Jón Trausti.Ekki neinn sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri Hann rifjar síðan upp að Björn Ingi Hrafnsson sem var ritstjóri Markaðarins frá apríl 2008 til janúar 2009 „hafði þegið hundruð milljóna króna í kúlulánum til að kaupa í Kaupþingi og Exista, með veði í bréfunum, og skrifaði svo viðtal við bankastjórann um ósanngjarnar árásir á bankann. Ég veit ekki til þess að neinn hafi sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri. Við þurfum að gera greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Og í því tilfelli er tilvalið að svara viðkomandi efnislega, ráðast á rökin og sannreyna fullyrðingar, frekar en að reyna að koma á stigmagnandi og pólaríserandi umræðutaktík skotgrafanna, þar sem aðrir eru einfaldlega „óvinir“ eða „handbendi“. Ef við innleiðum almennt orðræðutaktík með „ad hominem“ árásir á meinta andstæðinga - fólk af annarri skoðun - sem er nánast afmennskað, „holir menn“ - getur samfélagslegi skaðinn orðið á dýpri skala en efnahagslegt verðbólguskot,“ segir í færslu Jóns Trausta sem sjá má í heild sinni hér. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, kemur Herði Ægissyni, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Tilefni skrifanna er færsla sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á sinni Facebook-síðu í gær um leiðara sem Hörður skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag. Leiðarinn bar yfirskriftina „Stærsta ógnin“ og fjallaði um kröfur Starfsgreinasambandsisn og VR í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í leiðaranum sagði Hörður að kröfum félaganna yrði ekki lýst öðruvísi en sem „sturluðum“ og „í engum takti við efnahagslegan veruleika.“Góður málstaður stéttarfélaga en tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns Sólveig Anna sagði í færslu sinni á Facebook í gær að „fyrirlitningin og andúðin á verkafólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem frussast á okkur af síðum Fréttablaðsins er með ólíkindum...“ Þá sagði hún stemninguna í herbúðum „óvina vinnandi stétta“ ótrúlega og sagði Herði sigað á verkafólk af húsbónda sínum. Jón Trausti segir í færslu sinni að stéttarfélögin hafi góðan málstað eftir miklar launahækkanir ráðamanna og forstjóra, miklar hækkanir á húsnæðismarkaði, lægri bótagreiðslur og ömurlega stöðu lágtekjufólks. „En það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Hvað sem fólki finnst um skrif Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, er ekkert sem staðfestir að hann sé „handbendi“ eða stýrist beint af einhverjum „húsbónda“. Hann kann að hafa sínar skoðanir og hans skoðunum getum við verið ósammála. Það er munur á því að hafa skoðun eða vera beinlínis í duldum hagsmunaárekstri. Þess fyrir utan hefur Hörður augljóslega gert margt gott og mikilvægt í blaðamennsku, til dæmis afhjúpað svívirðilegar bónusgreiðslur,“ segir Jón Trausti.Ekki neinn sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri Hann rifjar síðan upp að Björn Ingi Hrafnsson sem var ritstjóri Markaðarins frá apríl 2008 til janúar 2009 „hafði þegið hundruð milljóna króna í kúlulánum til að kaupa í Kaupþingi og Exista, með veði í bréfunum, og skrifaði svo viðtal við bankastjórann um ósanngjarnar árásir á bankann. Ég veit ekki til þess að neinn hafi sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri. Við þurfum að gera greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Og í því tilfelli er tilvalið að svara viðkomandi efnislega, ráðast á rökin og sannreyna fullyrðingar, frekar en að reyna að koma á stigmagnandi og pólaríserandi umræðutaktík skotgrafanna, þar sem aðrir eru einfaldlega „óvinir“ eða „handbendi“. Ef við innleiðum almennt orðræðutaktík með „ad hominem“ árásir á meinta andstæðinga - fólk af annarri skoðun - sem er nánast afmennskað, „holir menn“ - getur samfélagslegi skaðinn orðið á dýpri skala en efnahagslegt verðbólguskot,“ segir í færslu Jóns Trausta sem sjá má í heild sinni hér.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02
Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30