Á móti frumvarpi sem bannar samninga í hagnaðarskyni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:00 Tannlæknafélag Íslands segir frumvarpið þýða að tannlæknar snúi síður heim eftir sérnám. NORDICPHOTOS/GETTY Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira