Á móti frumvarpi sem bannar samninga í hagnaðarskyni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:00 Tannlæknafélag Íslands segir frumvarpið þýða að tannlæknar snúi síður heim eftir sérnám. NORDICPHOTOS/GETTY Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent