Rannsóknir ESB utan úr geimi eigi fullt erindi við málefni norðurslóða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. október 2018 20:15 Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“ Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“
Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira