Evrópusambandið

Fréttamynd

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum

Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Gervigreindin beisluð

Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar gagn­rýni á sam­skipti við lyfjarisa í far­aldrinum

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor.

Erlent
Fréttamynd

Hannað fyrir miklu stærri markaði

„Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Har­ald­ur Þórðar­son, for­stjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um stóra valdaframsalsmálið

Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn.

Skoðun
Fréttamynd

Flügger rann­sakað fyrir brot á við­skipta­þvingunum

Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill stöðva mál­þóf á Al­þingi

Um sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast vilja að Alþingi taki upp reglur sem komi í veg fyrir málþóf. Sama hlutfall lítur á umræður um bókun 35 á þingi síðustu daga sem málþóf en aðeins fjórðungur telur eðlilegt að minnihlutinn á þingi geti notað málþóf til að stöðva mál.

Innlent
Fréttamynd

Danskur ráð­herra kann ekki að meta aug­lýsingar Meta

Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar.

Erlent
Fréttamynd

Færum úr öskunni í eldinn

Mikill meirihluti þjóða heimsins er ekki í Evrópusambandinu. Væntanlega eru það fyrir vikið allt þjóðir sem láta kyrrt liggja, sitja hjá og leggja ekki sitt að mörkum að mati Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar, prófessors í alþjóðastjórnmálum og formanns Evrópuhreyfingarinnar, miðað við grein hans sem birtist á Vísir.is á dögunum en þar vildi hann meina að þetta ætti við um Ísland fyrst landið hefði ekki tekið upp á því að ganga í sambandið.

Skoðun
Fréttamynd

,,Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir. Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir.” (EB)

Þessi dægrin fer fram barátta um fullveldi Íslands á vettvangi Alþingis við umræðu um bókun 35. Líkt og fyrr standa þingmenn Miðflokksins í stafni þeirra sem verja vilja fullveldið. Fyrrum vonarpeningar Sjálfstæðisflokksins mæta til leiks líkt og fyrr með hrokann einan að vopni. Landsölumenn stjórnarflokkanna reyna að gefa þjóðinni fullveldisafsalið inn í teskeiðum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð sem lætur kyrrt liggja?

Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur ekki náð sér á strik síðan

Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki mínir hags­munir

Ég er bóndi og framleiði bæði kjöt og mjólk. Búið okkar hjóna framleiðir um það bil 18 tonn af kjöti árlega sem við höfum lagt inn hjá Kjarnafæði á Blönduósi og áður lögðum við inn hjá SAH- afurðum. Fengum þar góða þjónustu og áttum góð samskipti við. Nú eftir dóm hæstaréttar í síðustu viku, sem voru vonbrigði fyrir mig, veit ég ekki hvar ég á að koma mínum afurðum í verð og ég er þess líka fullviss að það eru fleiri í minni stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Brimrót og veðragnýr í al­þjóða­málum

Það er gömul saga og ný að það skiptast á skin og skúrir í sambúð þjóða og samfélaga. Aðstæður og umhverfi alþjóðamála taka breytingum frá einum tíma til annars og ríki þurfa sífellt að huga að því hvernig hagsmunum þeirra er best fyrir komið í samfélagi þjóðanna, hvort sem litið er til stjórn- eða öryggismála, efnahags-, menningar- eða félagsmála o.fl.

Skoðun
Fréttamynd

Nawrocki sigraði með naumindum

Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, er nýr forseti Póllands. Hann vann nauman sigur í forsetakosningunum sem fram fóru í Póllandi um helgina og sigraði Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, með 50,89 prósentum atkvæða gegn 49,11.

Erlent
Fréttamynd

Shein ginni neyt­endur til skyndikaupa

Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skortir fólk til fram­leiðslu her­gagna í Evrópu

Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn.

Erlent