Evrópusambandið

Fréttamynd

Pútín tekur vel í „friðar­á­ætlun Trumps“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

„Annað­hvort þessir 28 liðir eða gífur­lega erfiður vetur“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár.

Erlent
Fréttamynd

„Við lofum að gera þetta ekki aftur“

Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Mögu­leiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi

Ársfjórðungslegur fundur um verndaraðgerðir Evrópusambandsins getur stuðlað að því að dregið verði úr aðgerðunum eða þær felldar úr gildi fyrr en áætlað er. Utanríkisráðherra segir það fara eftir þróun markaða, eitthvað sem enginn geti spáð fyrir um. Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að verndaraðgerðirnar gegn EES-ríkjunum séu einstakt tilfelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja fá Selenskí til að sam­þykkja „óska­lista“ Pútíns

Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Vill svara ESB með tollahækkun

Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Kom ó­á­nægju sinni á fram­færi við von der Leyen

Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB.

Innlent
Fréttamynd

Frekar rétt að endur­skoða sam­búðina

Færa má hæglega rök fyrir því að allt það sem gagnrýna megi EES-samninginn fyrir yrði miklu verra við það að ganga í Evrópusambandið. Þannig yrði Ísland til að mynda undir allt regluverk sambandsins sett ef til inngöngu kæmi, en ekki aðeins þann hluta þess sem fellur undir samninginn, og vægi landsins yrði lítið sem ekkert innan þess.

Skoðun
Fréttamynd

Bullur í Brussel

Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land vildi var­nagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum

Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til.

Innlent
Fréttamynd

Svona virka verndarað­gerðir ESB vegna kísilmálms

Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjarninn í vörninni fyrir hags­munum Ís­lands

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem gekk í gildi árið 1994, er mikilvægasti viðskiptasamningur Íslands. Hann tryggir okkur aðgengi að innri markaði Evrópusambandsins (ESB) fyrir vörur og þjónustu og þannig aðgengi, án flestra hindrana, að um 450 milljónum viðskiptavinum.

Skoðun
Fréttamynd

Efna­hags­legt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þver­brotin

Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta and­lit“

„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonar að frestun fundarins marki stefnu­breytingu

Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimm­tán milljarða króna lán

Fjárfestingarbanki Evrópu, sem kallaður er loftslagsbanki Evrópusambandsins, og Orkuveitan hafa undirritað lánasamning að fjárhæð 100 milljónir evra, ádráttarbært til næstu tveggja ára. Fjármagnið mun nýtast til uppbyggingar innviða hjá dótturfélagi Orkuveitunnar, Veitum. 100 milljónir evra eru um 14,8 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundinum mikil­væga frestað

Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum.

Viðskipti innlent