Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 12:18 Björk og Rosalía hafa gefið út tvö lög saman en hagnaður af öðru þeirra fer allur í baráttu gegn sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum. Vísir/Samsett Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín. Björk Guðmundsdóttir stofnaði hafverndarsamtökin Aegis árið 2023 og hefur í gegnum samtökin stutt mótmælendur gegn sjókvíaeldi fjárhagslega og greitt lögfræðikostnað. Samtökin eru sjálf fjármögnuð með öllum hagnaði sem hlýst af laginu Oral sem Björk gerði ásamt tónlistarkonunni spænsku Rosalíu. Nattúruverndarsamtök hafi ekki aðgengi að dómskerfinu Sigrún Perla Gísladóttir talsmaður Aegis, náttúruverndarsamtaka Bjarka Guðmundsdóttur, segir Arctic Seafarm hafa komið upp sjókvíum við Sandeyri á Snæfjallaströnd innan svokallaðra netalaga landeiganda. Netalög eru það hafsvæði undan strönd tiltekinnar jarðar sem tilheyrir henni. Ítrekuð mótmæli landeigandans hafi engan hljómgrunn hlotið hjá bæjaryfirvöldum og því hefur hann stefnt íslenska ríkinu. Málið verður þingfest í næstu viku. Perla segir Björk hafa langað að koma málinu fyrir dómstóla sem hefur reynst hagsmunasamtökum erfitt í gegnum árin. „Það hefur enginn gert á Íslandi því félagasamtök og náttúruverndarsamtök hafa ekki aðgang að dómstólum, þeim er ítrekað vísað frá,“ segir hún. Stefnur á grundvelli meints ólöglegs sjókvíaeldis hafi farið fyrir dómstóla í Noregi en íslenska dómskerfið sé ekki eins aðgengilegt og margir vilji halda, sérstaklega fyrir náttúruverndarsamtök. Málum sé ítrekað vísað frá á grundvelli þess að samtökin hafi enga lögvarða hagsmuni af málinu. Kvíarnar burt úr sjónum Landeigandinn krefst þess að strandvæðaskipulag Vestfjarða frá árinu 2022 sem veitti leyfi fyrir kvíunum verði ógilt og sömuleiðis að bótaskylda ríkisins gagnvart sér verði viðurkennd. „Í stóra samhenginu viljum við sjá kvíarnar burt úr sjónum. það er það sem þetta snýst allt saman um,“ segir Perla. Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Matvælaframleiðsla Björk Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir stofnaði hafverndarsamtökin Aegis árið 2023 og hefur í gegnum samtökin stutt mótmælendur gegn sjókvíaeldi fjárhagslega og greitt lögfræðikostnað. Samtökin eru sjálf fjármögnuð með öllum hagnaði sem hlýst af laginu Oral sem Björk gerði ásamt tónlistarkonunni spænsku Rosalíu. Nattúruverndarsamtök hafi ekki aðgengi að dómskerfinu Sigrún Perla Gísladóttir talsmaður Aegis, náttúruverndarsamtaka Bjarka Guðmundsdóttur, segir Arctic Seafarm hafa komið upp sjókvíum við Sandeyri á Snæfjallaströnd innan svokallaðra netalaga landeiganda. Netalög eru það hafsvæði undan strönd tiltekinnar jarðar sem tilheyrir henni. Ítrekuð mótmæli landeigandans hafi engan hljómgrunn hlotið hjá bæjaryfirvöldum og því hefur hann stefnt íslenska ríkinu. Málið verður þingfest í næstu viku. Perla segir Björk hafa langað að koma málinu fyrir dómstóla sem hefur reynst hagsmunasamtökum erfitt í gegnum árin. „Það hefur enginn gert á Íslandi því félagasamtök og náttúruverndarsamtök hafa ekki aðgang að dómstólum, þeim er ítrekað vísað frá,“ segir hún. Stefnur á grundvelli meints ólöglegs sjókvíaeldis hafi farið fyrir dómstóla í Noregi en íslenska dómskerfið sé ekki eins aðgengilegt og margir vilji halda, sérstaklega fyrir náttúruverndarsamtök. Málum sé ítrekað vísað frá á grundvelli þess að samtökin hafi enga lögvarða hagsmuni af málinu. Kvíarnar burt úr sjónum Landeigandinn krefst þess að strandvæðaskipulag Vestfjarða frá árinu 2022 sem veitti leyfi fyrir kvíunum verði ógilt og sömuleiðis að bótaskylda ríkisins gagnvart sér verði viðurkennd. „Í stóra samhenginu viljum við sjá kvíarnar burt úr sjónum. það er það sem þetta snýst allt saman um,“ segir Perla.
Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Matvælaframleiðsla Björk Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira