Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar 20. nóvember 2025 06:02 Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Evrópusambandið Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun