Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 20. nóvember 2025 17:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Ársfjórðungslegur fundur um verndaraðgerðir Evrópusambandsins getur stuðlað að því að dregið verði úr aðgerðunum eða þær felldar úr gildi fyrr en áætlað er. Utanríkisráðherra segir það fara eftir þróun markaða, eitthvað sem enginn geti spáð fyrir um. Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að verndaraðgerðirnar gegn EES-ríkjunum séu einstakt tilfelli. Í verndaraðgerðum Evrópusambandsins sem nefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins samþykkti á þriðjudag er gert ráð fyrir ársfjórðungslegum samráðsfundi með fulltrúum Noregs og Íslands um áhrifin sem aðgerðirnar kunna að hafa á kísilver ríkjanna. Með samráðinu er ætlunin að fella úr gildi aðgerðirnar gegn EES-ríkjunum áður en gildistími þeirra rennur út árið 2028 eða draga úr umfangi þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að fylgst verði náið með áhrifunum sem verndaraðgerðirnar kunna að hafa. „Það er alveg ljóst að ef þetta hefur einhver neikvæð áhrif, þá verður það bæði monitor-að og brugðist við. Það er okkar skilningur og þess vegna hefur framkvæmdarstjórnin verið að undirstrika að þeir hafi komið sinni tillögu til móts við okkar áhyggjur af okkar fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Það liggi ekki fyrir nákvæmlega hvað þurfi að gerast til að dregið verði úr umfangi aðgerðanna en það velti á stöðu markaðsins. Hvorki EFTA né Evrópusambandið geti þó sagt nákvæmlega til um hvernig markaðurinn komi til með að þróast og því sé reglubundið eftirlit nauðsynlegt. „Óvissuþátturinn er hvernig markaðurinn þróast því það er alveg ljóst að þessar tillögur, svona hráar og kaldar frá Evrópusambandinu, eru að koma Íslandi að einhverju leyti betur en Noregi þar sem þetta er 75 prósenta kvóti. Hann skiptist ekki á mörg fyrirtæki eins og í Noregi heldur fer hann á eitt fyrirtæki þannig að staða Elkem að því leytinu til er betri heldur en norsku fyrirtækjanna,“ segir hún. Aðeins um eitt tilvik að ræða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sótti árlegan fund EES-ríkjanna í dag þar sem Ísland er með formennsku. Til umræðu á fundinum var meðal annars samkeppnishæfni Evrópusambandsins og nýjar verndarráðstafanir Evrópusambandsins vegna járnblendis. Íslendingar og Norðmenn fengu ákveðna undanþágu frá aðgerðunum sem felst í ákveðnum kvóta sem er tollfrjáls. Kvótinn er á milli þrettán og fjórtán þúsund tonn á hverjum ársfjórðungi. Sé verðið á íslenska kísilmálminum yfir 2408 evrum á tonnið er innflutningur hans einnig tollfrjáls. „Þetta var þungur og erfiður fundur en líka góður. Það var talað mjög opinskátt af okkar hálfu. Um leið þá fannst mér líka gott að það er skilningur af hálfu Evrópusambandsins á okkar hagsmunum, bæði Íslendinga og því að EES-samningurinn verður að vera virkur og virtur,“ segir Þorgerður. Hún segir viðbrögð Evrópusambandsins hafa sýnt fram á að hagsmunabarátta Íslendinga hafi haft tilætluð áhrif. „Það er ljóst eftir samtölum bæði núna og síðustu daga og hvernig þessi þróun hefur verið, sífelldar frestanir og ákveðinn órói innan Evrópusambandsins, að okkar hagsmunabarátta og okkar málflutningur hefur náð í gær. Þau undirstrika að þetta er bara eitt tiltekið tilfelli og ESS-samningur er alls ekki í hættu, síður en svo.“ Að aðeins sé um eitt tilfelli að ræða eru skilaboðin sem Kristrún Forstadóttir, forsætisráðherra, og Jonas Ghar Store, forsætisráðherra Noregs, hafa fengið frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Kristrún greindi frá því á Facebook í morgun að hún hefði rætt við von der Leyen og komið óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í verndaraðgerðum Evrópusambandsins sem nefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins samþykkti á þriðjudag er gert ráð fyrir ársfjórðungslegum samráðsfundi með fulltrúum Noregs og Íslands um áhrifin sem aðgerðirnar kunna að hafa á kísilver ríkjanna. Með samráðinu er ætlunin að fella úr gildi aðgerðirnar gegn EES-ríkjunum áður en gildistími þeirra rennur út árið 2028 eða draga úr umfangi þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að fylgst verði náið með áhrifunum sem verndaraðgerðirnar kunna að hafa. „Það er alveg ljóst að ef þetta hefur einhver neikvæð áhrif, þá verður það bæði monitor-að og brugðist við. Það er okkar skilningur og þess vegna hefur framkvæmdarstjórnin verið að undirstrika að þeir hafi komið sinni tillögu til móts við okkar áhyggjur af okkar fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Það liggi ekki fyrir nákvæmlega hvað þurfi að gerast til að dregið verði úr umfangi aðgerðanna en það velti á stöðu markaðsins. Hvorki EFTA né Evrópusambandið geti þó sagt nákvæmlega til um hvernig markaðurinn komi til með að þróast og því sé reglubundið eftirlit nauðsynlegt. „Óvissuþátturinn er hvernig markaðurinn þróast því það er alveg ljóst að þessar tillögur, svona hráar og kaldar frá Evrópusambandinu, eru að koma Íslandi að einhverju leyti betur en Noregi þar sem þetta er 75 prósenta kvóti. Hann skiptist ekki á mörg fyrirtæki eins og í Noregi heldur fer hann á eitt fyrirtæki þannig að staða Elkem að því leytinu til er betri heldur en norsku fyrirtækjanna,“ segir hún. Aðeins um eitt tilvik að ræða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sótti árlegan fund EES-ríkjanna í dag þar sem Ísland er með formennsku. Til umræðu á fundinum var meðal annars samkeppnishæfni Evrópusambandsins og nýjar verndarráðstafanir Evrópusambandsins vegna járnblendis. Íslendingar og Norðmenn fengu ákveðna undanþágu frá aðgerðunum sem felst í ákveðnum kvóta sem er tollfrjáls. Kvótinn er á milli þrettán og fjórtán þúsund tonn á hverjum ársfjórðungi. Sé verðið á íslenska kísilmálminum yfir 2408 evrum á tonnið er innflutningur hans einnig tollfrjáls. „Þetta var þungur og erfiður fundur en líka góður. Það var talað mjög opinskátt af okkar hálfu. Um leið þá fannst mér líka gott að það er skilningur af hálfu Evrópusambandsins á okkar hagsmunum, bæði Íslendinga og því að EES-samningurinn verður að vera virkur og virtur,“ segir Þorgerður. Hún segir viðbrögð Evrópusambandsins hafa sýnt fram á að hagsmunabarátta Íslendinga hafi haft tilætluð áhrif. „Það er ljóst eftir samtölum bæði núna og síðustu daga og hvernig þessi þróun hefur verið, sífelldar frestanir og ákveðinn órói innan Evrópusambandsins, að okkar hagsmunabarátta og okkar málflutningur hefur náð í gær. Þau undirstrika að þetta er bara eitt tiltekið tilfelli og ESS-samningur er alls ekki í hættu, síður en svo.“ Að aðeins sé um eitt tilfelli að ræða eru skilaboðin sem Kristrún Forstadóttir, forsætisráðherra, og Jonas Ghar Store, forsætisráðherra Noregs, hafa fengið frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Kristrún greindi frá því á Facebook í morgun að hún hefði rætt við von der Leyen og komið óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri.
Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira