Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 21:02 Opna á Kaffistofuna við hlið Kjötbúðarinnar. Fyrir ofan og við hlið húsnæðisins eru íbúðir. Að aftan er líka fjöldi íbúða. Vísir/Vilhelm Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. „Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum. Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Sjá meira
„Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum.
Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Sjá meira
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04
Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11