Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 08:00 Veiðigjöld hafa sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu meiga stunda krókaveiðar, segir bæjarstjórni á Bolungarvík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert. Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert.
Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira