Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Halla við opnun nýja staðarins í Leifsstöð. Hún byrjaði smátt fyrir fimm árum en rekur nú tvo veitingastaði. „Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum. Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur? „Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt. Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar. Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“ Þú segir alltaf við. „Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum. Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur? „Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt. Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar. Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“ Þú segir alltaf við. „Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira