Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2018 07:00 Minnihlutinn telur alvarlega stöðu nú uppi í leikskólamálum í Hafnarfjarðarbæ. Fréttablaðið/Daníel Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira