Innlent

Braggablús og hækkun vaxta í Víglínunni

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Borgin hefur verið á braggablús undanfarnar vikur þar sem mikið hefur verið rætt um kostnað við endurbyggingu bragga og nokkurra samtengdra húsa frá stríðsárunum við Reykjavíkurflugvöll. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var til að mynda lögð fram í vikunni þar sem áætlað er að 3,6 milljarða króna afgangur verði á rekstri borgarsjóðs á næsta ári.



Vísir/Samsett
Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentur í vikunni sem hleypti illu blóði í leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar. Bankinn segir nauðsynlegt að hækka vexti til að sporna gegn vaxandi verðbólgu. En formaður VR segir hækkun vaxta beinlínis geta aukið verðbólguna vegna aukins kostnaðar sem fyrirtækin velti út í verðlagið.

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til að ræða vaxtamálin og afleiðingarnar af hækkun vaxta. En þar undir liggur líka peningamálastefna Seðlabankans sem margir telja að þurfi að breyta.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×