Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 16:29 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar.
Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira