Lífið

Greinir frá hjóna­bands­erfið­leikum og að dæturnar hafi fæðst eftir glasa­frjóvgun

Atli Ísleifsson skrifar
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Barack Obama gegndi embætti forseta á árunum 2009 til 2017.
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Barack Obama gegndi embætti forseta á árunum 2009 til 2017. Getty/Marla Aufmuth
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjunum, segir frá hjónabandserfiðleikum þeirra Barack Obama í nýrri sjálfsævisögu hennar sem kemur út í dag. Michelle segir enn fremur frá því að dætur þeirra hjóna hafi fæðst eftir glasafrjóvgun.

Í bókinni segir hún frá því að þau hjónin hafi farið til hjónabandsráðgjafa eftir að hann tók sæti á ríkisþinginu í Illinois.

Týnd og ein á báti

BBC  greinir frá því að í bókinni, Becoming, Mrs Obama, segir forsetafrúin fyrrverandi frá því að hún hafi misst fóstur fyrir tuttugu árum og að á þeim tíma hafi finnst hún vera „týnd og ein á báti“.

„Mér leið eins og ég hafi brugðist þar sem ég vissi ekkert um það hvað það væri algengt að missa fóstur þar sem við ræðum ekki um það […] Við sitjum í sársauka, hugsandi að við séum á einhver hátt gölluð,“ segir Michelle og bætir við að nauðsynlegt sé að ræða við ungar konur um hve algengt það er að missa fóstur.

Glasafrjóvgun

Eftir að hún varð 34 ára gömul hafi hún gert sér grein fyrir því að eggjaframleiðsla konu sé takmörkuð og hafi hún í kjölfarið tekið ákvörðun um að leita sér aðstoðar. Dætur þeirra, þær Malia og Sasha, voru svo báðar getin með glasafrjóvgun.

„Ég tel það vera það versta sem við konur getum gert við hvor aðra, að deila ekki sannleikanum um líkama okkar og hvernig þeir starfa,“ sagði Obama í viðtali á ABC í morgun þar sem bókin var til umræðu.

Mun aldrei fyrirgefa Trump

Í bókinni ræðir Obama einnig eftirmann eiginmanns síns í stóli forseta, Donald Trump. Hún segist aldrei munu fyrirgefa Trump fyrir að styðja við bakið á „birther“-hreyfingunni, sem talaði fyrir því að Barack Obama hafi raunverulega ekki fæðst í Bandaríkjunum.

Með fálflutningi sínum hafi hann verið að stofna lífi Obama-fjölskyldunnar í hættu.

Að neðan má sjá viðtal fréttamanns ABC við Michelle Obama í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×