Higuain skúrkurinn gegn sínum gömlu félögum er Juventus vann risaslaginn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Higuain klúðraði víti og fékk rautt gegn sínum gömlu félögum
Higuain klúðraði víti og fékk rautt gegn sínum gömlu félögum vísir/getty
Juventus fór með sigur af hólmi gegn AC Milan í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld, 1-0.



Ítölsku meistararnir byrjuðu af krafti og komust yfir strax á áttundu mínútu leiksins en markið skoraði Króatinn Mario Mandzukic.



AC Milan fékk gullið tækifæri til þess að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu.



Gonzalo Higuain steig á punktinn gegn sínum gömlu félögum en brást bogalistinn.



Cristiano Ronaldo innsiglaði svo sigur Juventus með marki á 81. mínútu en skömmu síðar fékk Higuain að líta á rauða spjaldið. Ekki góður dagur hjá Higuain gegn sínum gömlu félögum.



Juventus er komið með myndarlega forystu á toppi deildarinnar, en þeir eru með sex stiga forystu á Napoli sem er í 2. sæti.



Milan situr í fimmta sæti, með 21 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira