Ein besta knattspyrnukona sögunnar blótar FIFA í opinskáu viðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:00 Abby Wambach. Vísir/Getty Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti