Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Vísir Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira