Stigi í Hörpu svignaði undan hópi stjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Glerið sem sprakk er næst stiga upp frá jarðhæð Hörpu. Fréttablaðið/ernir „Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
„Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira