Stigi í Hörpu svignaði undan hópi stjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Glerið sem sprakk er næst stiga upp frá jarðhæð Hörpu. Fréttablaðið/ernir „Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
„Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira