Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2018 15:16 Frá húsleit í húsakynnum Samherja árið 2012. Fréttablaðið/Pjetur Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012.Kæra endursend í tvígang Þann 10. apríl 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna brotanna. Sérstakur saksóknari taldi að brotin gætu ekki orðið tilefni lögreglurannsóknar og saksóknar, þar sem reglur þær sem brotin beindust gegn hefðu ekki að geyma heimild til að refsa Samherja. Hann benti þó á að væru almenn skilyrði uppfyllt kynnu að vera forsendur til að beita stjórnsýsluviðurlögum. Þann 28. ágúst 2013 var málið því sent aftur til Seðlabankans sem tók í kjölfarið ákvörðun um að kæra fjóra einstaklinga sem voru í fyrirsvari fyrir, eða störfuðu í stjórnunarstöðum hjá Samherja og tengdum félögum, fyrir brot á sömu reglum. Sérstakur saksóknari endursendi þá kæru einnig 4. september 2015, meðal annars með vísan til þess að reglur um gjaldeyrismál væru ekki fullnægjandi refsiheimild. Seðlabankinn lagði þá fram sáttaboð þar sem Samherja var boðið að greiða 8,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem Samherji hafnaði. Var sektin þá hækkuð í fimmtán milljónir króna. í september 2016.Már Guðmundsson seðlaankastjóri.Fréttablaðið/StefánUm megn að viðurkenna offar í aðgerðum Höfðaði Samherji mál til ógildingar á ákvörðuninni og byggði meðal annars á því að Seðlabankinn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur sér áður en ákvörðunin hefði verið tekin. Sagði í málatilbúnaði fyrirtækisins að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir starfsmenn bankans hefðu verið vanhæfir til meðferðar málsins á hendur fyrirtækinu. Þá hafi þeir reitt afar hátt til höggs í rannsókn sinni og öllum málatilbúnaði allar götur frá því að Seðlabankinn réðist í húsleit hjá fyrirtækinu, líkt og það er orðað í dómnum. Jafnframt hafði það reynst stjórnendum Seðlabankans um megn að viðurkenna fyllilega að hafa farið offari í aðgerðum sínum gegn Samherja og tengdum aðilum. Samherji benti á fyrir dómi að málið á hendur fyrirtækinu hafi verið fellt niður og þar af leiðandi hafi verið um endurupptöku máls, sem standist ekki stjórnsýslulög.Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja.Hundruð milljóna króna kostnaður Í niðurstöðu sinni vísaði héraðsdómur til bréfasamskipta sem átt höfðu sér stað milli aðila áður en ákvörðunin var tekin, þar sem Samherji hafði meðal annars óskað upplýsinga um hvort rannsókn á þætti félagsins vegna ætlaðra brota væri endanlega lokið. Hafði Seðlabankinn svarað á þá leið að hvorki væru til meðferðar mál gegn Samherja né hefðu verið stofnuð fleiri mál á hendur félaginu varðandi ætluð brot þess á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Taldi héraðsdómur að líta yrði svo á að samkvæmt þessu hefði legið fyrir afstaða Seðlabankans um niðurfellingu málsins sem Samherji hefði mátt binda réttmætar væntingar við og yrði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði. Þá hefði ekkert komið fram í málinu um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð máls Samherja að nýju hefði byggst á nýjum gögnum eða vísbendingum um að slík gögn kynnu síðar að koma fram. Hefði því ekki verið sýnt fram á af hálfu Seðlabanakns á hvaða grundvelli hefði verið heimilt að taka mál Samherja upp að nýju. Féllst héraðsdómur þá þegar af þeirri ástæðu á kröfu Samherja um ógildingu ákvörðunarinnar og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Var sektargreiðsla Seðlabankans því felld niður og honum gert að greiða allan málskostnað. „Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja og sonur forstjórans Þorsteins Baldvinssonar, þegar dómur féll í héraði. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012.Kæra endursend í tvígang Þann 10. apríl 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna brotanna. Sérstakur saksóknari taldi að brotin gætu ekki orðið tilefni lögreglurannsóknar og saksóknar, þar sem reglur þær sem brotin beindust gegn hefðu ekki að geyma heimild til að refsa Samherja. Hann benti þó á að væru almenn skilyrði uppfyllt kynnu að vera forsendur til að beita stjórnsýsluviðurlögum. Þann 28. ágúst 2013 var málið því sent aftur til Seðlabankans sem tók í kjölfarið ákvörðun um að kæra fjóra einstaklinga sem voru í fyrirsvari fyrir, eða störfuðu í stjórnunarstöðum hjá Samherja og tengdum félögum, fyrir brot á sömu reglum. Sérstakur saksóknari endursendi þá kæru einnig 4. september 2015, meðal annars með vísan til þess að reglur um gjaldeyrismál væru ekki fullnægjandi refsiheimild. Seðlabankinn lagði þá fram sáttaboð þar sem Samherja var boðið að greiða 8,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem Samherji hafnaði. Var sektin þá hækkuð í fimmtán milljónir króna. í september 2016.Már Guðmundsson seðlaankastjóri.Fréttablaðið/StefánUm megn að viðurkenna offar í aðgerðum Höfðaði Samherji mál til ógildingar á ákvörðuninni og byggði meðal annars á því að Seðlabankinn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur sér áður en ákvörðunin hefði verið tekin. Sagði í málatilbúnaði fyrirtækisins að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir starfsmenn bankans hefðu verið vanhæfir til meðferðar málsins á hendur fyrirtækinu. Þá hafi þeir reitt afar hátt til höggs í rannsókn sinni og öllum málatilbúnaði allar götur frá því að Seðlabankinn réðist í húsleit hjá fyrirtækinu, líkt og það er orðað í dómnum. Jafnframt hafði það reynst stjórnendum Seðlabankans um megn að viðurkenna fyllilega að hafa farið offari í aðgerðum sínum gegn Samherja og tengdum aðilum. Samherji benti á fyrir dómi að málið á hendur fyrirtækinu hafi verið fellt niður og þar af leiðandi hafi verið um endurupptöku máls, sem standist ekki stjórnsýslulög.Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja.Hundruð milljóna króna kostnaður Í niðurstöðu sinni vísaði héraðsdómur til bréfasamskipta sem átt höfðu sér stað milli aðila áður en ákvörðunin var tekin, þar sem Samherji hafði meðal annars óskað upplýsinga um hvort rannsókn á þætti félagsins vegna ætlaðra brota væri endanlega lokið. Hafði Seðlabankinn svarað á þá leið að hvorki væru til meðferðar mál gegn Samherja né hefðu verið stofnuð fleiri mál á hendur félaginu varðandi ætluð brot þess á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Taldi héraðsdómur að líta yrði svo á að samkvæmt þessu hefði legið fyrir afstaða Seðlabankans um niðurfellingu málsins sem Samherji hefði mátt binda réttmætar væntingar við og yrði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði. Þá hefði ekkert komið fram í málinu um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð máls Samherja að nýju hefði byggst á nýjum gögnum eða vísbendingum um að slík gögn kynnu síðar að koma fram. Hefði því ekki verið sýnt fram á af hálfu Seðlabanakns á hvaða grundvelli hefði verið heimilt að taka mál Samherja upp að nýju. Féllst héraðsdómur þá þegar af þeirri ástæðu á kröfu Samherja um ógildingu ákvörðunarinnar og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Var sektargreiðsla Seðlabankans því felld niður og honum gert að greiða allan málskostnað. „Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja og sonur forstjórans Þorsteins Baldvinssonar, þegar dómur féll í héraði.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent