Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2018 13:00 Haukur Hilmarsson. Mynd/Úr safni Nurhaks Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. Þingmaður Samfylkingarinnar undrast að ekki sé hægt að fá staðfest hvað var um líkamsleifar Hauks sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í það á Alþingi í morgun hvað hann og ráðuneyti hans hefðu gert til að komast að því hvað varð um Hauk Hilmarsson eftir að talið sé að hann hafi fallið í átökum í Afrim héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Tyrkir hefðu meira og minna haft yfirráð yfir þessu svæði og tyrkneska lögreglan staðfest í maí að Haukur væri látinn. Þá hefði utanríkisráðuneytið einnig fengið slíka staðfestingu. „Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að veita upplýsingar um afdrif þeirra sem þeir fella í stríðsátökum sem þessum. Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks eiga rétt á að vita hvað hefur orðið um Hauk, sagði Margrét.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Fjölskylda Hauks hafi ekki fengið skýr svör um hvað hafi orðið um hann eða líkamsleifar hans. Hins vegar sé afar ólíklegt að tyrknesk stjórnvöld viti ekki hvað varð um Hauk og spurði Margrét hvort íslensk stjórnvöld hefðu rætt þessi mál beint við tyrknesk stjórnvöld. „Þá á ég ekki við hvort rætt hafi verið við sendiráð Tyrkja í Osló eða aðrar diplómatískar leiðir notaðar. Heldur hvort utanríkisráðherra sjálfur hafi beitt sér sérstaklega og krafist svara frá tyrkneskum stjórnvöldum um afdrif hauks Hilmarssonar. Hefur ráðherrann krafist þess að farið verði inn á svæðið þar sem átökin voru og þeirra sem þar féllu leitað,” spurði Margrét. Utanríkisráðherra sagði allra leiða hafa verið leitað til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar. „Við höfum átt gott samstarf við lögregluna. Höfum auk þess leitað aðstoðar helstu vinaþjóða og ítrekað leitað aðstoðar tyrkneskra stjórnvalda. Eins og marg oft hefur komið fram í fjölmiðlum. Samstarfsríki okkar vöruðu við því í upphafi að staðan væri einstaklega flókin og erfitt að afla upplýsinga og var reyndin sú að þau hafa takmarkaða aðstoð getað veitt. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað óskað upplýsinga um málið frá tyrkneskum stjórnvöldum og fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld telji hauk af. Fjölskylda hans hefur verið upplýst um það eins og öll önnur skref sem tekin hafa verið í leitinni að Hauki,” sagði Guðlaugur Þór. Margrét ítrekaði hins vegar spurninguna. „Því hér er um íslenskan ríkisborgara að ræða og það er óásættanlegt að það sé ekki hægt að komast að hinu sanna í málinu. Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim,” sagði Margrét. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Ég hef meðal annars rætt þetta við kollega mína í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er mér til efs að stjórnvöld hafi gengið jafn langt í sambærilegu máli eins og við Íslendingar höfum gert. Ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál þá munum við auðvitað gera það. Við höfum leitað allra þeirra leiða sem við höfum talið að gætu hjálpað í þessu erfiða máli og ef eitthvað kemur upp þannig að við teljum að við getum gert meira þá munum við auðvitað gera það,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. Þingmaður Samfylkingarinnar undrast að ekki sé hægt að fá staðfest hvað var um líkamsleifar Hauks sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í það á Alþingi í morgun hvað hann og ráðuneyti hans hefðu gert til að komast að því hvað varð um Hauk Hilmarsson eftir að talið sé að hann hafi fallið í átökum í Afrim héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Tyrkir hefðu meira og minna haft yfirráð yfir þessu svæði og tyrkneska lögreglan staðfest í maí að Haukur væri látinn. Þá hefði utanríkisráðuneytið einnig fengið slíka staðfestingu. „Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að veita upplýsingar um afdrif þeirra sem þeir fella í stríðsátökum sem þessum. Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks eiga rétt á að vita hvað hefur orðið um Hauk, sagði Margrét.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Fjölskylda Hauks hafi ekki fengið skýr svör um hvað hafi orðið um hann eða líkamsleifar hans. Hins vegar sé afar ólíklegt að tyrknesk stjórnvöld viti ekki hvað varð um Hauk og spurði Margrét hvort íslensk stjórnvöld hefðu rætt þessi mál beint við tyrknesk stjórnvöld. „Þá á ég ekki við hvort rætt hafi verið við sendiráð Tyrkja í Osló eða aðrar diplómatískar leiðir notaðar. Heldur hvort utanríkisráðherra sjálfur hafi beitt sér sérstaklega og krafist svara frá tyrkneskum stjórnvöldum um afdrif hauks Hilmarssonar. Hefur ráðherrann krafist þess að farið verði inn á svæðið þar sem átökin voru og þeirra sem þar féllu leitað,” spurði Margrét. Utanríkisráðherra sagði allra leiða hafa verið leitað til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar. „Við höfum átt gott samstarf við lögregluna. Höfum auk þess leitað aðstoðar helstu vinaþjóða og ítrekað leitað aðstoðar tyrkneskra stjórnvalda. Eins og marg oft hefur komið fram í fjölmiðlum. Samstarfsríki okkar vöruðu við því í upphafi að staðan væri einstaklega flókin og erfitt að afla upplýsinga og var reyndin sú að þau hafa takmarkaða aðstoð getað veitt. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað óskað upplýsinga um málið frá tyrkneskum stjórnvöldum og fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld telji hauk af. Fjölskylda hans hefur verið upplýst um það eins og öll önnur skref sem tekin hafa verið í leitinni að Hauki,” sagði Guðlaugur Þór. Margrét ítrekaði hins vegar spurninguna. „Því hér er um íslenskan ríkisborgara að ræða og það er óásættanlegt að það sé ekki hægt að komast að hinu sanna í málinu. Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim,” sagði Margrét. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Ég hef meðal annars rætt þetta við kollega mína í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er mér til efs að stjórnvöld hafi gengið jafn langt í sambærilegu máli eins og við Íslendingar höfum gert. Ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál þá munum við auðvitað gera það. Við höfum leitað allra þeirra leiða sem við höfum talið að gætu hjálpað í þessu erfiða máli og ef eitthvað kemur upp þannig að við teljum að við getum gert meira þá munum við auðvitað gera það,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29
Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46