Fékk víti fyrir að sparka í jörðina en bað alla afsökunar eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 11:00 Raheem Sterling dettur í grasið eftir að hafa sparkað í jörðina. Vísir/Getty Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira