Aron Einar gefur út bók: Ég hef fullorðnast í sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Aron Einar Gunnarsson á HM síðast sumar. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira