Aðalatriðið að fólk hugi betur að úrganginum og bílanotkun Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. nóvember 2018 07:30 Um þriðjungur losunar á koltvísýringi í íslenska hagkerfinu er vegna flugreksturs. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það má ekki túlka þetta þannig að við séum að gera allt svo rosalega rangt. Við erum með þrefalda hlutfallslega skekkju sem vegur gríðarlega þungt. Á öllum þessum sviðum erum við risastór hlutfallslega, í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fluginu,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, um þær fréttir sem Hagstofan birti í gær að losun koltvísýrings frá hagkerfinu á hvern íbúa sé mest á Íslandi af ESB- og EFTA-ríkjunum. Samkvæmt tölunum sem eru frá 2016 er losunin 16,9 tonn á hvern Íslending en Lúxemborg kemur næst með 15,2 tonn og Eistland er í þriðja sæti með 13,4 tonn. Langmest losunin á Íslandi er vegna flugs og framleiðslu málma en hvor þáttur telur um þriðjung. Sigurður segir að þegar komi að þessum þremur stóru þáttum í losuninni séu Íslendingar í sumum tilfellum að gera góða hluti. „Í málmframleiðslunni erum við að nota endurnýjanlega orkugjafa. Við erum heldur ekki að velja það að nota olíu í sjávarútvegi í staðinn fyrir eitthvað annað, því það er ekkert annað. Við höfum staðið okkur mjög vel í að reyna að draga úr notkuninni með hámarksnýtni. Flugfélögin eru heldur ekki að nota olíu í staðinn fyrir einhvern kost sem er í boði.“ Mesta áherslan á að mati Sigurðar að vera á skuldbindingar Íslands sem snúa beint að stjórnvöldum. „Það snýst bara um einstaklingana. Þar verðum við að ná niður losun, bæði í samgöngum og úrgangi. Þegar við komum að heimilum þá erum við yfirleitt í betri stöðu en aðrar þjóðir af því að við höfum endurnýjanlega orkugjafa. Á móti erum við gríðarleg bílaþjóð. Bæði af því að við höfum greinilega áhuga á því og að sumu leyti þurfum við það.“ Lykilatriði að mati Sigurðar er að þar hafi fólk val. „Það er sem betur fer komin markaðslausn. Þú getur núna tekið ákvörðun um að hætta að nota bílinn og hjólað frekar eða farið í strætó eða keypt þér rafmagnsbíl eða metanbíl.“ Þegar kemur að losun frá heimilum er Ísland í 9. sæti en losunin hér er mest af öllum Norðurlöndunum. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Það má ekki túlka þetta þannig að við séum að gera allt svo rosalega rangt. Við erum með þrefalda hlutfallslega skekkju sem vegur gríðarlega þungt. Á öllum þessum sviðum erum við risastór hlutfallslega, í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fluginu,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, um þær fréttir sem Hagstofan birti í gær að losun koltvísýrings frá hagkerfinu á hvern íbúa sé mest á Íslandi af ESB- og EFTA-ríkjunum. Samkvæmt tölunum sem eru frá 2016 er losunin 16,9 tonn á hvern Íslending en Lúxemborg kemur næst með 15,2 tonn og Eistland er í þriðja sæti með 13,4 tonn. Langmest losunin á Íslandi er vegna flugs og framleiðslu málma en hvor þáttur telur um þriðjung. Sigurður segir að þegar komi að þessum þremur stóru þáttum í losuninni séu Íslendingar í sumum tilfellum að gera góða hluti. „Í málmframleiðslunni erum við að nota endurnýjanlega orkugjafa. Við erum heldur ekki að velja það að nota olíu í sjávarútvegi í staðinn fyrir eitthvað annað, því það er ekkert annað. Við höfum staðið okkur mjög vel í að reyna að draga úr notkuninni með hámarksnýtni. Flugfélögin eru heldur ekki að nota olíu í staðinn fyrir einhvern kost sem er í boði.“ Mesta áherslan á að mati Sigurðar að vera á skuldbindingar Íslands sem snúa beint að stjórnvöldum. „Það snýst bara um einstaklingana. Þar verðum við að ná niður losun, bæði í samgöngum og úrgangi. Þegar við komum að heimilum þá erum við yfirleitt í betri stöðu en aðrar þjóðir af því að við höfum endurnýjanlega orkugjafa. Á móti erum við gríðarleg bílaþjóð. Bæði af því að við höfum greinilega áhuga á því og að sumu leyti þurfum við það.“ Lykilatriði að mati Sigurðar er að þar hafi fólk val. „Það er sem betur fer komin markaðslausn. Þú getur núna tekið ákvörðun um að hætta að nota bílinn og hjólað frekar eða farið í strætó eða keypt þér rafmagnsbíl eða metanbíl.“ Þegar kemur að losun frá heimilum er Ísland í 9. sæti en losunin hér er mest af öllum Norðurlöndunum.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira