Aðalatriðið að fólk hugi betur að úrganginum og bílanotkun Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. nóvember 2018 07:30 Um þriðjungur losunar á koltvísýringi í íslenska hagkerfinu er vegna flugreksturs. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það má ekki túlka þetta þannig að við séum að gera allt svo rosalega rangt. Við erum með þrefalda hlutfallslega skekkju sem vegur gríðarlega þungt. Á öllum þessum sviðum erum við risastór hlutfallslega, í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fluginu,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, um þær fréttir sem Hagstofan birti í gær að losun koltvísýrings frá hagkerfinu á hvern íbúa sé mest á Íslandi af ESB- og EFTA-ríkjunum. Samkvæmt tölunum sem eru frá 2016 er losunin 16,9 tonn á hvern Íslending en Lúxemborg kemur næst með 15,2 tonn og Eistland er í þriðja sæti með 13,4 tonn. Langmest losunin á Íslandi er vegna flugs og framleiðslu málma en hvor þáttur telur um þriðjung. Sigurður segir að þegar komi að þessum þremur stóru þáttum í losuninni séu Íslendingar í sumum tilfellum að gera góða hluti. „Í málmframleiðslunni erum við að nota endurnýjanlega orkugjafa. Við erum heldur ekki að velja það að nota olíu í sjávarútvegi í staðinn fyrir eitthvað annað, því það er ekkert annað. Við höfum staðið okkur mjög vel í að reyna að draga úr notkuninni með hámarksnýtni. Flugfélögin eru heldur ekki að nota olíu í staðinn fyrir einhvern kost sem er í boði.“ Mesta áherslan á að mati Sigurðar að vera á skuldbindingar Íslands sem snúa beint að stjórnvöldum. „Það snýst bara um einstaklingana. Þar verðum við að ná niður losun, bæði í samgöngum og úrgangi. Þegar við komum að heimilum þá erum við yfirleitt í betri stöðu en aðrar þjóðir af því að við höfum endurnýjanlega orkugjafa. Á móti erum við gríðarleg bílaþjóð. Bæði af því að við höfum greinilega áhuga á því og að sumu leyti þurfum við það.“ Lykilatriði að mati Sigurðar er að þar hafi fólk val. „Það er sem betur fer komin markaðslausn. Þú getur núna tekið ákvörðun um að hætta að nota bílinn og hjólað frekar eða farið í strætó eða keypt þér rafmagnsbíl eða metanbíl.“ Þegar kemur að losun frá heimilum er Ísland í 9. sæti en losunin hér er mest af öllum Norðurlöndunum. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
„Það má ekki túlka þetta þannig að við séum að gera allt svo rosalega rangt. Við erum með þrefalda hlutfallslega skekkju sem vegur gríðarlega þungt. Á öllum þessum sviðum erum við risastór hlutfallslega, í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fluginu,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, um þær fréttir sem Hagstofan birti í gær að losun koltvísýrings frá hagkerfinu á hvern íbúa sé mest á Íslandi af ESB- og EFTA-ríkjunum. Samkvæmt tölunum sem eru frá 2016 er losunin 16,9 tonn á hvern Íslending en Lúxemborg kemur næst með 15,2 tonn og Eistland er í þriðja sæti með 13,4 tonn. Langmest losunin á Íslandi er vegna flugs og framleiðslu málma en hvor þáttur telur um þriðjung. Sigurður segir að þegar komi að þessum þremur stóru þáttum í losuninni séu Íslendingar í sumum tilfellum að gera góða hluti. „Í málmframleiðslunni erum við að nota endurnýjanlega orkugjafa. Við erum heldur ekki að velja það að nota olíu í sjávarútvegi í staðinn fyrir eitthvað annað, því það er ekkert annað. Við höfum staðið okkur mjög vel í að reyna að draga úr notkuninni með hámarksnýtni. Flugfélögin eru heldur ekki að nota olíu í staðinn fyrir einhvern kost sem er í boði.“ Mesta áherslan á að mati Sigurðar að vera á skuldbindingar Íslands sem snúa beint að stjórnvöldum. „Það snýst bara um einstaklingana. Þar verðum við að ná niður losun, bæði í samgöngum og úrgangi. Þegar við komum að heimilum þá erum við yfirleitt í betri stöðu en aðrar þjóðir af því að við höfum endurnýjanlega orkugjafa. Á móti erum við gríðarleg bílaþjóð. Bæði af því að við höfum greinilega áhuga á því og að sumu leyti þurfum við það.“ Lykilatriði að mati Sigurðar er að þar hafi fólk val. „Það er sem betur fer komin markaðslausn. Þú getur núna tekið ákvörðun um að hætta að nota bílinn og hjólað frekar eða farið í strætó eða keypt þér rafmagnsbíl eða metanbíl.“ Þegar kemur að losun frá heimilum er Ísland í 9. sæti en losunin hér er mest af öllum Norðurlöndunum.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira