70 tillögur í atvinnustefnu fyrir Ísland til ársins 2050 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni. Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni.
Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira