Ferðamenn felmtri slegnir vegna lundaáts á veitingahúsum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2018 14:08 Páll Ásgeir hyggst mæla með því við ferðamenn að þeir sniðgangi þá staði þar sem lundi er á matseðlinum. En, það á við um Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, staði Hrefnu Sætran. Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira