Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2018 21:00 Lilja Björnsdóttir sauðfjárbóndi með soninn Björn Gest Agnarsson í viðtali á Hvanná í Jökuldal síðastliðið sumar. Drengurinn var þá aðeins átta daga gamall. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07
"Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00