Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2018 13:01 Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason. RÚV Atli Fannar Bjarkason og Bergind Festival Pétursdóttir hafa frá og með haustinu 2018 fengið sömu laun greidd fyrir aðkomu sína að Vikunni, föstudagsviðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV. Áður var Atli Fannar með hærri laun en Berglind. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.Fréttablaðið/StefánVerkefni Berglindar stækkað Skarphéðinn segir að verkefni Berglindar hafi stækkað í haust og því hafi, að frumkvæði RÚV, verið ákveðið að hækka við hana launin. Til jafns við Atla Fannar. Bæði eru að hefja sitt þriðja ár í þáttunum. Berglind hefur verið með innslög í þættinum þar sem hún fer út í bæ, tekur fólk tali og setur í skoplegan búning. Innslögin eru oft tengd málefnum líðandi stundar. Auk innslaganna stendur Berglind vaktina fyrir þáttinn á föstudagskvöldum. Þar er fólk á Twitter hvatt til að taka þátt í umræðunni undir merkinu #vikan. Atli Fannar hefur verið með innslög í anda bandarískra þáttastjórnenda á borð við John Oliver, þar sem farið er yfir fréttir vikunnar á skoplegan hátt.Gísli Marteinn kom af fjöllum Ómar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi fréttaritari Bloomberg á Íslandi, benti á það í færslu á Facebook á föstudagskvöldið, að loknum þættinum, að pottur væri brotinn þegar kæmi að launum þeirra Atla Fannars og Berglindar. Hann sagði Berglindi með helmingi lægri laun en Atla Fannar. „Ég gef náttúrulega ekki upp heimildamenn mína, en þetta er staðreynd og það sauð víst upp úr í Efstaleitinu vegna þessa um daginn,“ sagði Ómar í athugasemd við eigin færslu. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, spurði þáttastjórnandann Gísla Martein út í fullyrðingar Ómars á Twitter. Gísli Marteinn svaraði um hæl: „En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.“Ég sé að þú hefur meiri áhuga á þessu en þættinum sjálfum. En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 3, 2018 „Klárlega engin kynjamismunun“ Það var þó aðeins nýlega sem launin voru jöfnuð. Skarphéðinn bendir á að Atli Fannar og Berglind séu verktakar hjá RÚV. Ólíkt hjá launþegum þá séu verktakagreislur metnar út frá vinnuframlagi, hversu flókin dagskrárgerðin sé. „Það breyttist nú nýlega, þá breyttist greiðslan,“ segir Skarphéðinn. RÚV fylgi mjög ströngu jafnlaunaferli en þegar komi að verktökum vandist málið. Það þurfi að meta hverju sinni. Nýjum innslögum Berglindar, í tengslum við hundrað ára fullveldisafmæli, hafi kallað á frekari handritsvinnu. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ segir Skarphéðinn. Hans vinna hafi verið meiri fram til þessa að sögn dagskrárstjórans. En nú þegar þau hafi séð þá auknu vinnu sem færi í handritsvinnu hjá Berglindi í nýju innslögunum hafi verið ákveðið að breyta kjörum hennar. Hækka þau til jafns við Atla Fannar. Hann vísar því alfarið á bug að soðið hafi upp úr í Efstaleitinu á dögunum. Þá sé af og frá að Berglind hafi verið á helmingi lægri launum. „Það er klárlega engin kynjamismunun.“Jafnlaunastefna nær ekki til verktaka Hluti af jafnréttisáætlun RÚV er að innleiða jafnlaunastaðal og fá hann vottaðan. Um leið verði sett jafnlaunastefna hjá fyrirtækinu. Verkefnið er á ábyrgð Þóru Margrétar Pálsdóttur mannauðsstjóra. Þóra Margrét segir í samtali við Vísi að undirbúningur að vottun sé í fullum gangi. Verkefnið nái þó ekki til verktaka hjá RÚV líkt og Atla Fannars og Berglindar. „Ekki enn sem komið er,“ segir Þóra Margrét. Atli Fannar og Berglind tilheyra hópi hundruða verktaka hjá RÚV árlega, í misstórum hlutverkum. Meðal verktaka má nefna ýmsa þáttastjórnendur í útvarpi hjá RÚV og svo fólk sem kemur að einstökum verkefnum, svo sem Söngvakeppninni og Áramótaskaupinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason og Bergind Festival Pétursdóttir hafa frá og með haustinu 2018 fengið sömu laun greidd fyrir aðkomu sína að Vikunni, föstudagsviðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV. Áður var Atli Fannar með hærri laun en Berglind. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.Fréttablaðið/StefánVerkefni Berglindar stækkað Skarphéðinn segir að verkefni Berglindar hafi stækkað í haust og því hafi, að frumkvæði RÚV, verið ákveðið að hækka við hana launin. Til jafns við Atla Fannar. Bæði eru að hefja sitt þriðja ár í þáttunum. Berglind hefur verið með innslög í þættinum þar sem hún fer út í bæ, tekur fólk tali og setur í skoplegan búning. Innslögin eru oft tengd málefnum líðandi stundar. Auk innslaganna stendur Berglind vaktina fyrir þáttinn á föstudagskvöldum. Þar er fólk á Twitter hvatt til að taka þátt í umræðunni undir merkinu #vikan. Atli Fannar hefur verið með innslög í anda bandarískra þáttastjórnenda á borð við John Oliver, þar sem farið er yfir fréttir vikunnar á skoplegan hátt.Gísli Marteinn kom af fjöllum Ómar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi fréttaritari Bloomberg á Íslandi, benti á það í færslu á Facebook á föstudagskvöldið, að loknum þættinum, að pottur væri brotinn þegar kæmi að launum þeirra Atla Fannars og Berglindar. Hann sagði Berglindi með helmingi lægri laun en Atla Fannar. „Ég gef náttúrulega ekki upp heimildamenn mína, en þetta er staðreynd og það sauð víst upp úr í Efstaleitinu vegna þessa um daginn,“ sagði Ómar í athugasemd við eigin færslu. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, spurði þáttastjórnandann Gísla Martein út í fullyrðingar Ómars á Twitter. Gísli Marteinn svaraði um hæl: „En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.“Ég sé að þú hefur meiri áhuga á þessu en þættinum sjálfum. En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 3, 2018 „Klárlega engin kynjamismunun“ Það var þó aðeins nýlega sem launin voru jöfnuð. Skarphéðinn bendir á að Atli Fannar og Berglind séu verktakar hjá RÚV. Ólíkt hjá launþegum þá séu verktakagreislur metnar út frá vinnuframlagi, hversu flókin dagskrárgerðin sé. „Það breyttist nú nýlega, þá breyttist greiðslan,“ segir Skarphéðinn. RÚV fylgi mjög ströngu jafnlaunaferli en þegar komi að verktökum vandist málið. Það þurfi að meta hverju sinni. Nýjum innslögum Berglindar, í tengslum við hundrað ára fullveldisafmæli, hafi kallað á frekari handritsvinnu. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ segir Skarphéðinn. Hans vinna hafi verið meiri fram til þessa að sögn dagskrárstjórans. En nú þegar þau hafi séð þá auknu vinnu sem færi í handritsvinnu hjá Berglindi í nýju innslögunum hafi verið ákveðið að breyta kjörum hennar. Hækka þau til jafns við Atla Fannar. Hann vísar því alfarið á bug að soðið hafi upp úr í Efstaleitinu á dögunum. Þá sé af og frá að Berglind hafi verið á helmingi lægri launum. „Það er klárlega engin kynjamismunun.“Jafnlaunastefna nær ekki til verktaka Hluti af jafnréttisáætlun RÚV er að innleiða jafnlaunastaðal og fá hann vottaðan. Um leið verði sett jafnlaunastefna hjá fyrirtækinu. Verkefnið er á ábyrgð Þóru Margrétar Pálsdóttur mannauðsstjóra. Þóra Margrét segir í samtali við Vísi að undirbúningur að vottun sé í fullum gangi. Verkefnið nái þó ekki til verktaka hjá RÚV líkt og Atla Fannars og Berglindar. „Ekki enn sem komið er,“ segir Þóra Margrét. Atli Fannar og Berglind tilheyra hópi hundruða verktaka hjá RÚV árlega, í misstórum hlutverkum. Meðal verktaka má nefna ýmsa þáttastjórnendur í útvarpi hjá RÚV og svo fólk sem kemur að einstökum verkefnum, svo sem Söngvakeppninni og Áramótaskaupinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira