15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 3. nóvember 2018 21:00 Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Engan sakaði en hundrað tonn af olíu og sextán hundruð tonn af sementi eru í skipinu og hætta á að efnin fari í sjóinn. Lítið hefur verið hægt að aðhafast á vettvangi vegna veðurs. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang og rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði tekist að bjarga allri áhöfninni sem var verulega brugðið. Lögregla tók skýrslur af skipstjóranum í nótt en áhöfnin var flutt til Reykjanesbæjar. Skipið var fullhlaðið þegar slysið var en til stóð að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Þaðan átti skipið að fara til Akureyrar með sement. Tankur skipsins tekur rúmlega hundrað tonn af díselmarineolíu og hefur mikil olíu- og sementslykt verið á svæðinu eftir slysið.Vísir/EinarAðstæður litu ekki vel út Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, segir að útlitið hafi verið svart í upphafi og aðstæður ekki litið vel út. Þó hafi þeim fljótlega orðið ljóst að þetta væri gerlegt. „Það er auðvitað kolsvart myrkur og öldubrotið gekk yfir varnargarðinn og yfir okkur og gerðu björgunarstörf erfið fyrir.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Stöð 2 að möguleikar væru á því að bjarga skipinu úr þessum aðstæðum en það ætti eftir að skýrast betur á morgun. Farið verður um borð í skipið á morgun en í kvöld og nótt verða aðstæður útbúnar til þess að tryggja öryggi fyrir aðgerðir morgundagsins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og umhverfisstofnun áttu fund í dag til að meta aðstæður en veður hamlaði störfum rannsóknarteymis. Um miðjan dag var ekki vitað hvað olli slysinu og ekki er vitað hversu skemmt skipið er. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Engan sakaði en hundrað tonn af olíu og sextán hundruð tonn af sementi eru í skipinu og hætta á að efnin fari í sjóinn. Lítið hefur verið hægt að aðhafast á vettvangi vegna veðurs. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang og rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði tekist að bjarga allri áhöfninni sem var verulega brugðið. Lögregla tók skýrslur af skipstjóranum í nótt en áhöfnin var flutt til Reykjanesbæjar. Skipið var fullhlaðið þegar slysið var en til stóð að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Þaðan átti skipið að fara til Akureyrar með sement. Tankur skipsins tekur rúmlega hundrað tonn af díselmarineolíu og hefur mikil olíu- og sementslykt verið á svæðinu eftir slysið.Vísir/EinarAðstæður litu ekki vel út Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, segir að útlitið hafi verið svart í upphafi og aðstæður ekki litið vel út. Þó hafi þeim fljótlega orðið ljóst að þetta væri gerlegt. „Það er auðvitað kolsvart myrkur og öldubrotið gekk yfir varnargarðinn og yfir okkur og gerðu björgunarstörf erfið fyrir.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Stöð 2 að möguleikar væru á því að bjarga skipinu úr þessum aðstæðum en það ætti eftir að skýrast betur á morgun. Farið verður um borð í skipið á morgun en í kvöld og nótt verða aðstæður útbúnar til þess að tryggja öryggi fyrir aðgerðir morgundagsins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og umhverfisstofnun áttu fund í dag til að meta aðstæður en veður hamlaði störfum rannsóknarteymis. Um miðjan dag var ekki vitað hvað olli slysinu og ekki er vitað hversu skemmt skipið er.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15
Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10