Geðlæknir vill koma böndum á fjölmiðla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. nóvember 2018 07:30 Starfsfólk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan verkfall stóð yfir 2014. Fréttablaðið/Ernir „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum,“ segir Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, í leiðara Læknablaðsins þar sem hann fjallar um fréttir fjölmiðla af heilbrigðiskerfinu. „Því miður er fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti eru algeng. Fréttir af sumarlokunum, kjaradeilum, biðlistum og miklu álagi á heilbrigðisstarfsfólk eru nánast daglega á síðum fjölmiðla,“ rekur Magnús í leiðaranum. Magnús segir mikilvægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. „Það er afar mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um þennan málaflokk sé yfirveguð, byggð á staðreyndum og að reynt sé að forðast gífuryrði og upphrópanir,“ skrifar hann. Þá segir Magnús að reglulega rati á síður fjölmiðla umfjallanir um erfið mál einstakra sjúklinga. „Stundum er um að ræða lýsingar sjúklinga eða aðstandenda þeirra á samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk þar sem kvartað er yfir því að viðkomandi hafi ekki fengið viðhlítandi þjónustu eða verið neitað um þjónustu. Jafnframt eru oft dregnar þær ályktanir að slíkar lýsingar á högum einstaklinga lýsi kerfinu eða þjónustunni í heild,“ fullyrðir hann.Magnús Haraldsson geðlæknir.Að sögn Magnúsar er alltaf hætta á því að dregnar séu rangar ályktanir af því sem eigi að hafa gerst. „Hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tortryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. „Fréttaflutningur af þessu tagi er einnig líklegur til að valda heilbrigðisstarfsfólki miklu hugarangri og vanlíðan, sérstaklega ef það þarf að sitja undir óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á málinu.“ Magnús segir síður fjölmiðla ekki rétta vettvanginn „til að ræða eða útkljá“ kvartanir undan heilbrigðiskerfinu því aðeins önnur hlið málsins sé rædd. „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum.“ Í leiðara Læknablaðsins er síðan sagt æskilegt að ritstjórar og ábyrgðarmenn helstu fjölmiðla landsins setjist niður með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins til að ræða „hreinskilnislega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfirveguðum hætti um heilbrigðismál, þjónustunni til framdráttar, og hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar sem oft eru settar fram í mikilli reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni í fjölmiðlum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum,“ segir Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, í leiðara Læknablaðsins þar sem hann fjallar um fréttir fjölmiðla af heilbrigðiskerfinu. „Því miður er fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti eru algeng. Fréttir af sumarlokunum, kjaradeilum, biðlistum og miklu álagi á heilbrigðisstarfsfólk eru nánast daglega á síðum fjölmiðla,“ rekur Magnús í leiðaranum. Magnús segir mikilvægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. „Það er afar mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um þennan málaflokk sé yfirveguð, byggð á staðreyndum og að reynt sé að forðast gífuryrði og upphrópanir,“ skrifar hann. Þá segir Magnús að reglulega rati á síður fjölmiðla umfjallanir um erfið mál einstakra sjúklinga. „Stundum er um að ræða lýsingar sjúklinga eða aðstandenda þeirra á samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk þar sem kvartað er yfir því að viðkomandi hafi ekki fengið viðhlítandi þjónustu eða verið neitað um þjónustu. Jafnframt eru oft dregnar þær ályktanir að slíkar lýsingar á högum einstaklinga lýsi kerfinu eða þjónustunni í heild,“ fullyrðir hann.Magnús Haraldsson geðlæknir.Að sögn Magnúsar er alltaf hætta á því að dregnar séu rangar ályktanir af því sem eigi að hafa gerst. „Hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tortryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. „Fréttaflutningur af þessu tagi er einnig líklegur til að valda heilbrigðisstarfsfólki miklu hugarangri og vanlíðan, sérstaklega ef það þarf að sitja undir óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á málinu.“ Magnús segir síður fjölmiðla ekki rétta vettvanginn „til að ræða eða útkljá“ kvartanir undan heilbrigðiskerfinu því aðeins önnur hlið málsins sé rædd. „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum.“ Í leiðara Læknablaðsins er síðan sagt æskilegt að ritstjórar og ábyrgðarmenn helstu fjölmiðla landsins setjist niður með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins til að ræða „hreinskilnislega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfirveguðum hætti um heilbrigðismál, þjónustunni til framdráttar, og hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar sem oft eru settar fram í mikilli reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni í fjölmiðlum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira