Einn „grjótharður“ ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2018 09:45 Árásin varð fyrir utan Subway við Hamraborg í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira