Einn „grjótharður“ ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2018 09:45 Árásin varð fyrir utan Subway við Hamraborg í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira