Bragðgóður þríleikur: Kransakökubitar með núggati, ostastangir og bláberjasörur Sólveig Gísladóttir skrifar 6. desember 2018 09:00 Hanna heldur úti síðunni hanna.is þar sem finna má girnilegar uppskriftir. Fréttablaðið/Ernir Hanna Þóra Th. Guðjónsdóttir tók jólabaksturinn snemma og gefur uppskrift að þremur gómsætum en afar ólíkum smákökum. Hanna byrjar jólaundirbúninginn snemma, kaupir jólagjafir og byrjar á smákökubakstri. „Ég held mikið upp á þennan tíma ársins. Ég er með frekar fastar hefðir í matargerðinni en finnst líka mjög skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt,“ segir Hanna sem heldur úti uppskriftasíðunni hanna.is þar sem er að finna ljúffengar uppskriftir og fagrar ljósmyndir af fjölbreyttum réttum. Hanna Þóra Th. Guðjónsdóttir heldur í hefðir en finnst líka gaman að prófa nýja hluti.Ernir Hanna ákvað að gefa uppskriftir að þremur mjög ólíkum smákökum. Kransakökubitum með núggati, ostastöngum og bláberjasörum. „Kransakökubitarnir eru hluti af minni jólahefð. Það er ekki flókið að gera þessar kökur og upplagt að bjóða upp á þær í saumaklúbbnum eða í veislum.“ Ostastangirnar eru alveg ósætar og því ágætt mótvægi við aðrar sykurbombur á aðventunni. „Þessar kökur bakaði mamma mín um hver jól þegar ég var lítil. Ostastangir voru algjörlega ómissandi og þær kláruðust alltaf fyrst,“ segir Hanna sem býr alltaf til þrjár tegundir af sörum fyrir jólin, bláberja, hindberja og sítrónu. Hér gefur hún uppskrift að bláberjasörum. „Þessa uppskrift fann ég í sænsku blaði fyrir nokkrum árum og hef þróað þær aðeins. Sörurnar eru í miklu uppáhaldi og ég hef bakað þær um hver jól undanfarin ár. Upplagt er að nota íslensk bláber ef þau leynast í frystinum.“ Eins og áður sagði er hægt að finna fleiri uppskriftir á heimasíðunni hanna.is. Kransakökubitarnir eru hluti af jólahefð Hönnu en hún segir ekki flókið að búa þá til.Ernir Dásamlegir kransakökubitar með núggati - 60-90 kökubitar250 g sykur1 eggjahvíta15-17 g vatn200-250 g núggat – ágætt að hafa það kæltMöndluflögur – mylja þær aðeins í mortéli þannig að þær tolli beturU.þ.b. 70 g suðusúkkulaði670 g möndlumassiAth. Það er ekki sama hvaða marsipan er notað. Ég hef verið með það sem fæst í Fjarðarkaupum og þeir pakka sjálfir. Hef líka notað danska Odense-marsipanið með 63% möndlum. Ofinn hitaður í 175°C (yfir- og undirhiti). Möndlumassi, sykur, eggjahvíta og vatn hrært saman – ekki hræra lengi heldur bara rétt þar til hráefnin hafa blandast saman. Deiginu skipt í 4 parta og hver partur rúllaður í lengju sem er u.þ.b. 2-3 cm að þykkt. Skorið í miðjuna á lengjunni þannig að góð rauf myndist – ágætt að opna raufina til að núggatið komist vel fyrir. Núggatið er skorið í lengjur og sett í raufina. Ágætt að klemma svo aðeins saman. Muldum möndluflögum dreift yfir. Skorið í u.þ.b. 3-4 cm langa bita. Gott að laga aðeins skurðendana með fingrunum/hnífi þannig að kakan verði fallegri. Raðað á ofnskúffu/grind með smjörpappír. Látið bakast í 12-17 mínútur. Mikilvægt að fylgjast vel með kökunum síðustu 5 mínúturnar – ofnar geta verið misheitir. Kökurnar látnar kólna á grind. Suðusúkkulaði sett í skál, hitað í örbylgjuofni eða yfir heitu vatnsbaði. Gaffall notaður til að dýfa í bráðið súkkulaðið og dreift yfir bitana – mjög frjálsleg skreyting. Því sem eftir er af bráðna súkkulaðinu má hella á bökunarpappír – strá möndlum og salti yfir. Láta harðna – brjóta í bita og gæða sér á. Einnig má nota afganginn til að útbúa súkkulaðikonfekt með lakkrískeim. Súkkulaðið látið harðna og kökubitarnir settir í box. Best að geyma þá í kæli – þar geymast þeir vel og lengi. Ostastangirnar eru alltaf vinsælar. Ostastangir – hreinasta sælgæti - um 100 stangir Hægt að er búa kökurnar til í þremur skrefum: 1. Deigið hnoðað saman – þarf að standa í kæli yfir nótt. 2. Kökurnar flattar út, skornar og settar á bökunarpappír. Staflað saman í ofnskúffu og geymt í kæli. 3. Kökurnar bakaðar.Deig375 g hveiti225 g smjör300 g ostur – rifinn fínt (Ísbúi eða annar 26% ostur)3 dl rjómabland – ½ rjómi og ½ mjólk1½ tsk. salt1 kryddmál hjartarsaltOfan á150-250 g rifinn ostur (háð magni sem er sett á)1-2 egg til penslunar Allt hráefni hnoðað saman og látið standa í kæli yfir nótt. Ágætt að búa til eina stóra bollu, setja hana á disk og plastfilmu yfir. Deiginu skipt niður í 6-8 hluta – gott að hafa deigið, sem ekki er verið að vinna með, sem mest í kæli. Deigið flatt út – gott að strá hveiti yfir með sigti. Einnig er gott að nota bökunarpappír til að fletja út á – hafa hann bæði ofan á og undir. Ekki nauðsynlegt að hafa hann alltaf ofan á – snúa við og losa bökunarpappírinn frá sem var undir. Þetta er gert þar til deigið er orðið mjög þunnt – kökurnar eru betri ef þær eru þunnar. Útflatta deigið skorið niður í langa strimla u.þ.b. 1-1½ cm á breidd og síðan í 8-12 cm langar ræmur. Gott að nota kleinujárn. Ekkert á að þurfa að fara til spillis – allur afskurður er tekinn og hnoðaður saman og settur inn í kæli – til að kólna. Gaman að búa til nokkra hringi. Hægt að nota tvö mismunandi stór glös til að móta hringina. Það puntar að bera fram stangirnar innan í hringnum. Strimlarnir settir á bökunarpappír – best að ljúka við að skera út allar kökurnar áður en byrjað er að baka. Gott að raða kökunum þétt saman svo að sem minnst af rifna ostinum, sem stráð er yfir kökurnar, fari til spillis. Kökurnar stækka ekki í ofninum. Ofninn hitaður í 180-200°C. Hver ræma pensluð með hrærðu eggi og osti stráð yfir. Bakað í 5-10 mínútur (háð þykkt). Geymist vel í lokuðu boxi á þurrum stað. Bláberjasörurnar. Á hanna.is má einnig finna uppskrift að sítrónusörum. Bláberjasörur (45 til 75 kökur) Mér finnst gott að skipta bakstursferlinu í þrennt og taka klukkutíma í hvert skipti. Baka botnana – þeir þola vel að geymast í nokkra daga. Útbúa smjörkremið og setja á kökurnar. Hjúpa kremið með súkkulaðinu.Botnar400 g kransakökumassi – rifinn gróftAth. Það er ekki sama hvaða marsipan er notað (sjá uppskriftina að kransakökubitunum)2 eggjahvíturTæplega 2½ dl sykurBláberjasmjörkrem200 g ósaltað smjör – við stofuhita1½ dl flórsykur3 tsk. vanillusykur3 eggjarauður2 dl frosin bláber (láta þau þiðna yfir nótt) – mikilvægt að þau séu við stofuhitaHjúpurU.þ.b. 350 g dökkt suðusúkkulaði Ofninn hitaður í 180°C (blástursstilling). Eggjahvítur og sykur þeytt létt saman. Kransakökumassa hrært saman við – ekki of lengi. Blandan sett í kæli í rúmlega 20 mínútur. Kúlur mótaðar með skeið og settar á ofnplötu með smjörpappír (ágætt að strjúka smjörpappírinn með ísköldu smjöri úr ísskápnum). Einnig má nota sprautu til að útbúa kökurnar. Stærð hverrar köku er smekksatriði. Gott að þrýsta aðeins með skeið (sem hefur verið dýft í kalt vatn) á kökurnar þannig að þær fletjist svolítið út – þá eru þær stöðugri þegar þær eru hjúpaðar. Bakað í u.þ.b. 8-11 mínútur. Mikilvægt að fylgjast með kökunum – ofnar geta verið misheitir. Kökurnar látnar kólna – það má alveg geyma þær í nokkra daga.Bláberjasmjörkrem Þegar smjörkremið er lagað er mjög mikilvægt að öll hráefnin séu við stofuhita. Það sama á við um bláberin. Ef hitastigið er mismunandi er hætta á að smjörkremið ysti. Það getur verið ágætt að sprengja berin – hræra aðeins í þeim svo að hitinn sé sem jafnastur. Smjör og flórsykur þeytt vel saman. Eggjarauðum bætt við – einni í einu – þeytt á milli. Vanillusykur þeyttur saman við. Bláberin eru sett í síðast – best að setja lítið í einu og hræra saman með sleikju á milli. Ef illa gengur að blanda öllu saman (eins og það ysti) er hægt að setja kremið í 2-4 sek. í örbylgjuofn og þeyta aftur. Smjörkremið sett á aðra hlið botnanna (sléttu hliðina). Ágætt að móta lítinn bláberjasmjörtopp – magn kremsins er smekksatriði. Sett í kæli.Hjúpur Helmingur af suðusúkkulaðinu látinn bráðna yfir vatnsbaði á lágum hita. Skálin tekin af hitanum og afgangi af súkkulaðinu bætt við (í bitum) – blandað saman þar til súkkulaðið er bráðnað. Kökurnar teknar úr kæli – haldið með fingrunum um kökuna og henni dýpt ofan í súkkulaðið. Kakan lögð á ofnskúffu (súkkulaðihliðin snýr upp) með bökunarpappír og súkkulaðið látið harðna. Sett í box og inn í kæli. Fleiri uppskriftir má finna á hanna.is. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Smákökur Sörur Uppskriftir Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Hanna Þóra Th. Guðjónsdóttir tók jólabaksturinn snemma og gefur uppskrift að þremur gómsætum en afar ólíkum smákökum. Hanna byrjar jólaundirbúninginn snemma, kaupir jólagjafir og byrjar á smákökubakstri. „Ég held mikið upp á þennan tíma ársins. Ég er með frekar fastar hefðir í matargerðinni en finnst líka mjög skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt,“ segir Hanna sem heldur úti uppskriftasíðunni hanna.is þar sem er að finna ljúffengar uppskriftir og fagrar ljósmyndir af fjölbreyttum réttum. Hanna Þóra Th. Guðjónsdóttir heldur í hefðir en finnst líka gaman að prófa nýja hluti.Ernir Hanna ákvað að gefa uppskriftir að þremur mjög ólíkum smákökum. Kransakökubitum með núggati, ostastöngum og bláberjasörum. „Kransakökubitarnir eru hluti af minni jólahefð. Það er ekki flókið að gera þessar kökur og upplagt að bjóða upp á þær í saumaklúbbnum eða í veislum.“ Ostastangirnar eru alveg ósætar og því ágætt mótvægi við aðrar sykurbombur á aðventunni. „Þessar kökur bakaði mamma mín um hver jól þegar ég var lítil. Ostastangir voru algjörlega ómissandi og þær kláruðust alltaf fyrst,“ segir Hanna sem býr alltaf til þrjár tegundir af sörum fyrir jólin, bláberja, hindberja og sítrónu. Hér gefur hún uppskrift að bláberjasörum. „Þessa uppskrift fann ég í sænsku blaði fyrir nokkrum árum og hef þróað þær aðeins. Sörurnar eru í miklu uppáhaldi og ég hef bakað þær um hver jól undanfarin ár. Upplagt er að nota íslensk bláber ef þau leynast í frystinum.“ Eins og áður sagði er hægt að finna fleiri uppskriftir á heimasíðunni hanna.is. Kransakökubitarnir eru hluti af jólahefð Hönnu en hún segir ekki flókið að búa þá til.Ernir Dásamlegir kransakökubitar með núggati - 60-90 kökubitar250 g sykur1 eggjahvíta15-17 g vatn200-250 g núggat – ágætt að hafa það kæltMöndluflögur – mylja þær aðeins í mortéli þannig að þær tolli beturU.þ.b. 70 g suðusúkkulaði670 g möndlumassiAth. Það er ekki sama hvaða marsipan er notað. Ég hef verið með það sem fæst í Fjarðarkaupum og þeir pakka sjálfir. Hef líka notað danska Odense-marsipanið með 63% möndlum. Ofinn hitaður í 175°C (yfir- og undirhiti). Möndlumassi, sykur, eggjahvíta og vatn hrært saman – ekki hræra lengi heldur bara rétt þar til hráefnin hafa blandast saman. Deiginu skipt í 4 parta og hver partur rúllaður í lengju sem er u.þ.b. 2-3 cm að þykkt. Skorið í miðjuna á lengjunni þannig að góð rauf myndist – ágætt að opna raufina til að núggatið komist vel fyrir. Núggatið er skorið í lengjur og sett í raufina. Ágætt að klemma svo aðeins saman. Muldum möndluflögum dreift yfir. Skorið í u.þ.b. 3-4 cm langa bita. Gott að laga aðeins skurðendana með fingrunum/hnífi þannig að kakan verði fallegri. Raðað á ofnskúffu/grind með smjörpappír. Látið bakast í 12-17 mínútur. Mikilvægt að fylgjast vel með kökunum síðustu 5 mínúturnar – ofnar geta verið misheitir. Kökurnar látnar kólna á grind. Suðusúkkulaði sett í skál, hitað í örbylgjuofni eða yfir heitu vatnsbaði. Gaffall notaður til að dýfa í bráðið súkkulaðið og dreift yfir bitana – mjög frjálsleg skreyting. Því sem eftir er af bráðna súkkulaðinu má hella á bökunarpappír – strá möndlum og salti yfir. Láta harðna – brjóta í bita og gæða sér á. Einnig má nota afganginn til að útbúa súkkulaðikonfekt með lakkrískeim. Súkkulaðið látið harðna og kökubitarnir settir í box. Best að geyma þá í kæli – þar geymast þeir vel og lengi. Ostastangirnar eru alltaf vinsælar. Ostastangir – hreinasta sælgæti - um 100 stangir Hægt að er búa kökurnar til í þremur skrefum: 1. Deigið hnoðað saman – þarf að standa í kæli yfir nótt. 2. Kökurnar flattar út, skornar og settar á bökunarpappír. Staflað saman í ofnskúffu og geymt í kæli. 3. Kökurnar bakaðar.Deig375 g hveiti225 g smjör300 g ostur – rifinn fínt (Ísbúi eða annar 26% ostur)3 dl rjómabland – ½ rjómi og ½ mjólk1½ tsk. salt1 kryddmál hjartarsaltOfan á150-250 g rifinn ostur (háð magni sem er sett á)1-2 egg til penslunar Allt hráefni hnoðað saman og látið standa í kæli yfir nótt. Ágætt að búa til eina stóra bollu, setja hana á disk og plastfilmu yfir. Deiginu skipt niður í 6-8 hluta – gott að hafa deigið, sem ekki er verið að vinna með, sem mest í kæli. Deigið flatt út – gott að strá hveiti yfir með sigti. Einnig er gott að nota bökunarpappír til að fletja út á – hafa hann bæði ofan á og undir. Ekki nauðsynlegt að hafa hann alltaf ofan á – snúa við og losa bökunarpappírinn frá sem var undir. Þetta er gert þar til deigið er orðið mjög þunnt – kökurnar eru betri ef þær eru þunnar. Útflatta deigið skorið niður í langa strimla u.þ.b. 1-1½ cm á breidd og síðan í 8-12 cm langar ræmur. Gott að nota kleinujárn. Ekkert á að þurfa að fara til spillis – allur afskurður er tekinn og hnoðaður saman og settur inn í kæli – til að kólna. Gaman að búa til nokkra hringi. Hægt að nota tvö mismunandi stór glös til að móta hringina. Það puntar að bera fram stangirnar innan í hringnum. Strimlarnir settir á bökunarpappír – best að ljúka við að skera út allar kökurnar áður en byrjað er að baka. Gott að raða kökunum þétt saman svo að sem minnst af rifna ostinum, sem stráð er yfir kökurnar, fari til spillis. Kökurnar stækka ekki í ofninum. Ofninn hitaður í 180-200°C. Hver ræma pensluð með hrærðu eggi og osti stráð yfir. Bakað í 5-10 mínútur (háð þykkt). Geymist vel í lokuðu boxi á þurrum stað. Bláberjasörurnar. Á hanna.is má einnig finna uppskrift að sítrónusörum. Bláberjasörur (45 til 75 kökur) Mér finnst gott að skipta bakstursferlinu í þrennt og taka klukkutíma í hvert skipti. Baka botnana – þeir þola vel að geymast í nokkra daga. Útbúa smjörkremið og setja á kökurnar. Hjúpa kremið með súkkulaðinu.Botnar400 g kransakökumassi – rifinn gróftAth. Það er ekki sama hvaða marsipan er notað (sjá uppskriftina að kransakökubitunum)2 eggjahvíturTæplega 2½ dl sykurBláberjasmjörkrem200 g ósaltað smjör – við stofuhita1½ dl flórsykur3 tsk. vanillusykur3 eggjarauður2 dl frosin bláber (láta þau þiðna yfir nótt) – mikilvægt að þau séu við stofuhitaHjúpurU.þ.b. 350 g dökkt suðusúkkulaði Ofninn hitaður í 180°C (blástursstilling). Eggjahvítur og sykur þeytt létt saman. Kransakökumassa hrært saman við – ekki of lengi. Blandan sett í kæli í rúmlega 20 mínútur. Kúlur mótaðar með skeið og settar á ofnplötu með smjörpappír (ágætt að strjúka smjörpappírinn með ísköldu smjöri úr ísskápnum). Einnig má nota sprautu til að útbúa kökurnar. Stærð hverrar köku er smekksatriði. Gott að þrýsta aðeins með skeið (sem hefur verið dýft í kalt vatn) á kökurnar þannig að þær fletjist svolítið út – þá eru þær stöðugri þegar þær eru hjúpaðar. Bakað í u.þ.b. 8-11 mínútur. Mikilvægt að fylgjast með kökunum – ofnar geta verið misheitir. Kökurnar látnar kólna – það má alveg geyma þær í nokkra daga.Bláberjasmjörkrem Þegar smjörkremið er lagað er mjög mikilvægt að öll hráefnin séu við stofuhita. Það sama á við um bláberin. Ef hitastigið er mismunandi er hætta á að smjörkremið ysti. Það getur verið ágætt að sprengja berin – hræra aðeins í þeim svo að hitinn sé sem jafnastur. Smjör og flórsykur þeytt vel saman. Eggjarauðum bætt við – einni í einu – þeytt á milli. Vanillusykur þeyttur saman við. Bláberin eru sett í síðast – best að setja lítið í einu og hræra saman með sleikju á milli. Ef illa gengur að blanda öllu saman (eins og það ysti) er hægt að setja kremið í 2-4 sek. í örbylgjuofn og þeyta aftur. Smjörkremið sett á aðra hlið botnanna (sléttu hliðina). Ágætt að móta lítinn bláberjasmjörtopp – magn kremsins er smekksatriði. Sett í kæli.Hjúpur Helmingur af suðusúkkulaðinu látinn bráðna yfir vatnsbaði á lágum hita. Skálin tekin af hitanum og afgangi af súkkulaðinu bætt við (í bitum) – blandað saman þar til súkkulaðið er bráðnað. Kökurnar teknar úr kæli – haldið með fingrunum um kökuna og henni dýpt ofan í súkkulaðið. Kakan lögð á ofnskúffu (súkkulaðihliðin snýr upp) með bökunarpappír og súkkulaðið látið harðna. Sett í box og inn í kæli. Fleiri uppskriftir má finna á hanna.is.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Smákökur Sörur Uppskriftir Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira