Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Vera Einarsdóttir skrifar 11. desember 2018 16:45 Ester ásamt dætrum sínum, Ísabellu, Alexöndru og Emilíu Alexandersdætrum. Systurnar eru fæddar á þremur og hálfu ári. Myndir/Ernir Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra sinna. Heklaða skrautið á trénu er nær allt eftir ömmu Esterar. „Mér finnst mjög gaman að skreyta fyrir jólin og reyni að gera það tiltölulega snemma til að njóta þess lengur. Fljótlega eftir jól tek ég skrautið hins vegar aftur niður og er yfirleitt búin að því fyrir áramót. Eins gaman og það er að setja skrautið upp þá finnst mér alltaf gott að taka það niður aftur,“ segir Ester sem þó skreytir ekki mjög mikið. Hún velur afmörkuð svæði undir skraut og lætur það kallast á með því að nota svipaðan efnivið. „Ég reyni líka að nota tækifærið og hvíla þetta hversdagslega,“ segir Ester sem skiptir jólaskrautinu út fyrir annað í stað þess að bæta því ofan á það sem fyrir er á heimilinu. Kransana í glugganum bjó Ester til úr rafmagnsrörum og gervigreni. Ester er með mjög stílhreinan smekk og hefur næmt auga, en hún heldur úti Instagramsíðu þar sem hún deilir fallegum myndum af heimili sínu. Smákökurnar verða enn lystugri í svona glærum krukkum. „Hingað til hef ég eingöngu verið með hvítt skraut á trénu en bætti við svörtum flauelskúlum í ár sem mér finnst koma mjög vel út. Að öðru leyti er ég aðallega með heklað skraut eftir ömmu mína sem mér þykir afar vænt um.“ Kransana í gluggunum bjó Ester til sjálf. „Ég sá sams konar kransa á Pinterest fyrir jólin í fyrra og langaði svo að prófa að búa þá til. Við fjölskyldan ákváðum hins vegar að eyða jólunum á Flórída, sem var frábær tilbreyting, svo ég sleppti því að sinni. Ég ákvað að taka upp þráðinn í ár og keypti rafmagnsrör sem ég festi saman og spreyjaði svört. Ég vafði svo utan um þau gervigreinum úr IKEA ásamt ljósaseríu og er mjög ánægð með útkomuna.“ Ester valdi batterísknúnar seríur sem hún segir mjög þægilegar enda fylgir þeim ekkert snúruvesen. „Batteríið endist þó skemur en ég átti von á og því þarf að skipta reglulega um.“ Glæsileg piparkökuhús. Ester gerir alltaf piparkökuhús með dætrum sínum. Að þessu sinni límdi hún þau saman með límbyssu. „Þetta er nú yfirleitt aðeins til skrauts hvort eð er og samsetningin gekk mun betur.“ Grenið á skrautborðinu kallast á við jólatréð. Stjörnuna smíðaði faðir Esterar að beiðni hennar. Kertaluktirnar eru úr IKEA. Ester notaði sömu greinar og hún var með í krönsunum í aðventukransinn og barrgreinar í stíl við jólatréð á skrautborð í stofunni. Þar er hún líka með svarta stjörnu sem pabbi hennar smíðaði fyrir hana um árið. Aðspurð segir hún fjölskylduna nokkuð handlagna. „Pabbi er líka mjög bóngóður við okkur mömmu og systur mínar og fljótur að framkvæma ýmsar hugmyndir sem við fáum.“ Ester og eiginmaður hennar, Alexander Hjálmarsson, eiga þrjár dætur, allar fæddar á þremur og hálfu ári. Sú elsta er átta ára, miðdóttirin sex og sú yngsta fjögurra ára. „Jólin 2016 var sú elsta veik og þá vorum við bara öll á náttfötunum á aðfangadag sem okkur þótti æðislegt. Við reynum líka að spila jólahaldið eftir þeirra þörfum og borðum til að mynda klukkan fimm í staðinn fyrir sex svo stelpurnar njóti matarins og pakkanna betur og geti jafnvel leikið sér aðeins með gjafirnar áður en þær fara að sofa.“ Systurnar hjálpa til við að skreyta. Hægt er að fylgjast nánar með Ester á Instagram-síðu hennar, esterbergmann88. Ester notar sömu greinar í aðventukransinn og hún er með í gluggakrönsunum. Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra sinna. Heklaða skrautið á trénu er nær allt eftir ömmu Esterar. „Mér finnst mjög gaman að skreyta fyrir jólin og reyni að gera það tiltölulega snemma til að njóta þess lengur. Fljótlega eftir jól tek ég skrautið hins vegar aftur niður og er yfirleitt búin að því fyrir áramót. Eins gaman og það er að setja skrautið upp þá finnst mér alltaf gott að taka það niður aftur,“ segir Ester sem þó skreytir ekki mjög mikið. Hún velur afmörkuð svæði undir skraut og lætur það kallast á með því að nota svipaðan efnivið. „Ég reyni líka að nota tækifærið og hvíla þetta hversdagslega,“ segir Ester sem skiptir jólaskrautinu út fyrir annað í stað þess að bæta því ofan á það sem fyrir er á heimilinu. Kransana í glugganum bjó Ester til úr rafmagnsrörum og gervigreni. Ester er með mjög stílhreinan smekk og hefur næmt auga, en hún heldur úti Instagramsíðu þar sem hún deilir fallegum myndum af heimili sínu. Smákökurnar verða enn lystugri í svona glærum krukkum. „Hingað til hef ég eingöngu verið með hvítt skraut á trénu en bætti við svörtum flauelskúlum í ár sem mér finnst koma mjög vel út. Að öðru leyti er ég aðallega með heklað skraut eftir ömmu mína sem mér þykir afar vænt um.“ Kransana í gluggunum bjó Ester til sjálf. „Ég sá sams konar kransa á Pinterest fyrir jólin í fyrra og langaði svo að prófa að búa þá til. Við fjölskyldan ákváðum hins vegar að eyða jólunum á Flórída, sem var frábær tilbreyting, svo ég sleppti því að sinni. Ég ákvað að taka upp þráðinn í ár og keypti rafmagnsrör sem ég festi saman og spreyjaði svört. Ég vafði svo utan um þau gervigreinum úr IKEA ásamt ljósaseríu og er mjög ánægð með útkomuna.“ Ester valdi batterísknúnar seríur sem hún segir mjög þægilegar enda fylgir þeim ekkert snúruvesen. „Batteríið endist þó skemur en ég átti von á og því þarf að skipta reglulega um.“ Glæsileg piparkökuhús. Ester gerir alltaf piparkökuhús með dætrum sínum. Að þessu sinni límdi hún þau saman með límbyssu. „Þetta er nú yfirleitt aðeins til skrauts hvort eð er og samsetningin gekk mun betur.“ Grenið á skrautborðinu kallast á við jólatréð. Stjörnuna smíðaði faðir Esterar að beiðni hennar. Kertaluktirnar eru úr IKEA. Ester notaði sömu greinar og hún var með í krönsunum í aðventukransinn og barrgreinar í stíl við jólatréð á skrautborð í stofunni. Þar er hún líka með svarta stjörnu sem pabbi hennar smíðaði fyrir hana um árið. Aðspurð segir hún fjölskylduna nokkuð handlagna. „Pabbi er líka mjög bóngóður við okkur mömmu og systur mínar og fljótur að framkvæma ýmsar hugmyndir sem við fáum.“ Ester og eiginmaður hennar, Alexander Hjálmarsson, eiga þrjár dætur, allar fæddar á þremur og hálfu ári. Sú elsta er átta ára, miðdóttirin sex og sú yngsta fjögurra ára. „Jólin 2016 var sú elsta veik og þá vorum við bara öll á náttfötunum á aðfangadag sem okkur þótti æðislegt. Við reynum líka að spila jólahaldið eftir þeirra þörfum og borðum til að mynda klukkan fimm í staðinn fyrir sex svo stelpurnar njóti matarins og pakkanna betur og geti jafnvel leikið sér aðeins með gjafirnar áður en þær fara að sofa.“ Systurnar hjálpa til við að skreyta. Hægt er að fylgjast nánar með Ester á Instagram-síðu hennar, esterbergmann88. Ester notar sömu greinar í aðventukransinn og hún er með í gluggakrönsunum.
Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira