Vinn oftast best undir pressu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 13:00 Ásgerður Stefanía er farin úr Garðabænum. vísir/eyþór Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira