Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 09:55 Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Vísir/Einar Árnason Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Enn logar í glæðum á jarðhæð hússins þar sem vélaverkstæði var áður. „Við verðum þarna í allan dag,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum í dag. Eyþór vill ítreka þau fyrirmæli viðbragðsaðila að almenningur haldi sig frá vettvangi af öryggisástæðum. Svæðið í kringum vettvang eldsvoðans hefur verið girt af en lokanir munu standa yfir þangað til slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en það gæti jafnvel orðið síðdegis. Ekki er hægt að slá því föstu hvenær svæðið verður opið fyrir umferð að nýju. Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Útlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.Vísir/Einar ÁrnasonÚtlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoðans í Glugga-og hurðasmiðju SB á ellefta tímnum í gærkvöld. Slökkviliðið fékk vinnuvél með krabba á vettvang til aðstoðar við að rífa efri hæðina til að auðvelda slökkvistarf að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óljóst er um eldsupptök en rannsóknardeild og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka vettvang.Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 11:45. Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27 Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Enn logar í glæðum á jarðhæð hússins þar sem vélaverkstæði var áður. „Við verðum þarna í allan dag,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum í dag. Eyþór vill ítreka þau fyrirmæli viðbragðsaðila að almenningur haldi sig frá vettvangi af öryggisástæðum. Svæðið í kringum vettvang eldsvoðans hefur verið girt af en lokanir munu standa yfir þangað til slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en það gæti jafnvel orðið síðdegis. Ekki er hægt að slá því föstu hvenær svæðið verður opið fyrir umferð að nýju. Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Útlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.Vísir/Einar ÁrnasonÚtlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoðans í Glugga-og hurðasmiðju SB á ellefta tímnum í gærkvöld. Slökkviliðið fékk vinnuvél með krabba á vettvang til aðstoðar við að rífa efri hæðina til að auðvelda slökkvistarf að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óljóst er um eldsupptök en rannsóknardeild og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka vettvang.Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 11:45.
Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27 Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27
Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04
Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15
Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53