Gagnrýna hugmyndir ráðherra sem skerða fé til rannsókna Sveinn Arnarsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Svandís Svavarsdóttir hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Fréttablaðið/Ernir Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira