5-700 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fimm árum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:59 Mynd af Barónsreit úr kynningu Reykjavíkuborgar Mynd/Reykjavíkurborg Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur. Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur.
Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent