Þjóðleikhússtjóri sýnir Lilju hollustu og ætlar ekki tjá sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2018 06:45 Ari Matthíasson er reiðubúinn að lýsa sjónarmiðum sínum við ráðherra verði eftir því leitað. Fréttablaðið/Anton Brink Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira