Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla er lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.
Kynnt verður ný greining á fasteignamarkaðinum sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg, en sambærileg greining var unnin fyrir tveimur árum.