Einars saga Bárðarsonar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2018 10:30 Einar Bárðarson hefur starfað með helstu poppurum þjóðarinnar. Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. Af því tilefni settist Kjartan Atli Kjartansson niður með Einar í þættinum Íslands í dag á Stöð 2 í gær og fóru þeir yfir það helst á þessum tuttugu árum. „Ég var alltaf í einhverjum bílskúrsböndum í fjölbrautarskóla og var alltaf að reyna fara frá því og í eitthvað alvöru,“ segir Einar. „Síðan er það þannig að ég er farinn í eitthvað nám til Bandaríkjanna og er að reyna að verða fullorðinn en bróðir minn er þá byrjaður með hljómsveitina Skítamórall og ég hafði verið að hjálpa þeim, koma þeim að spila með Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Þarna eru þeir búnir að gefa út tvær plötur og eru að fara vinna þriðju plötuna þegar bróðir minn [Addi Fannar] segir við mig að þeim vanti alvöru lag,“ segir Einar og þegar hann á við alvöru lög vildi hann útskýra fyrir áhorfendum að til að mynda hét eitt lag á fyrri plötu Skímó Aparass.Farin það fyrsta „Þeir voru samt búnir að ná lagi eins og Sælan og Stúlkan mín og farnir að heyrast í útvarpi og svona. Ég skil eftir drög af lagi og ég syngjandi lagið Farin. Þeir taka það síðan, fara með það í stúdíó og gera þetta lag, mitt fyrsta popplag sem ég sem fyrir aðra.“Einar fer yfir ferilinn.Lagið Farinn sló rækilega í gegn og hefur Einar ávallt verið þekktur fyrir það. Þarna er Einar Bárðarson 25 ára. „Svo er ég bara í Bandaríkjunum og með mjög lélega nettengingu svo ég gat lítið verið að fylgjast með öllu hér á landi. Svo kem ég heim um sumarið og þá er bara lag eftir mig það vinsælasta á Íslandi. Næsta lag eftir mig er lagið Sílikon sem er kannski ekki eitt af mínum bestu lagasmíðum en svo kom út lagið Myndir með Skítamóral sem varð mjög vinsælt. Síðan kemur lagið Birta sem vinnur forkeppnina í Eurovision og fer út til Kaupmannahafnar. Svo vita það ekki margir að lagið Spenntur með Á Móti Sól samdi Einar Bárðarson. Það var hitt lagið sem ég sendi í Eurovision en það var afþakkað.“Píanónið opnaði lagið Einar segir oft hafi lög hans hitt hljómsveitirnar á réttum stað. „Farin er lag sem breytti lífi mínu. Svo eru lög eins og lag sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, Ég sé þig. Það er svona lagið sem ég held mest upp á. Ég hef aldrei minnst á það og ætti að gera það en það var góður félagi minn Hilmar Hólmgeirsson sem svona dró mig í land með það lag. Ég hafði samið lagið á gítar en hann dró mig heim til sín og við settumst við píanóið og það svona opnaði lagið.“Það var mikill heiður fyrir Einar að starfa með Björgvini Halldórsson.Hann segir að það hafi verið skrýtið að byrja vinna með Björgvini Halldórssyni 30 ára. „Þetta var eins og að stíga inn í einhverja bíómynd. Ég vissi bara að þetta lag og Björgvin Halldórsson saman, ég þarf ekkert að pæla í því meira. Þetta er bara eins og að senda einhverjum smjör og egg og vita að maður fær til baka Naut og Bernaise.“ Í tilefni tuttugu ára starfsafmælisins heldur Einar tónleika sem nú er uppselt á og Einar ætlar sjálfur á sviðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er við Einar.Klippa: Ísland í dag - Einars saga Bárðarsonar Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. Af því tilefni settist Kjartan Atli Kjartansson niður með Einar í þættinum Íslands í dag á Stöð 2 í gær og fóru þeir yfir það helst á þessum tuttugu árum. „Ég var alltaf í einhverjum bílskúrsböndum í fjölbrautarskóla og var alltaf að reyna fara frá því og í eitthvað alvöru,“ segir Einar. „Síðan er það þannig að ég er farinn í eitthvað nám til Bandaríkjanna og er að reyna að verða fullorðinn en bróðir minn er þá byrjaður með hljómsveitina Skítamórall og ég hafði verið að hjálpa þeim, koma þeim að spila með Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Þarna eru þeir búnir að gefa út tvær plötur og eru að fara vinna þriðju plötuna þegar bróðir minn [Addi Fannar] segir við mig að þeim vanti alvöru lag,“ segir Einar og þegar hann á við alvöru lög vildi hann útskýra fyrir áhorfendum að til að mynda hét eitt lag á fyrri plötu Skímó Aparass.Farin það fyrsta „Þeir voru samt búnir að ná lagi eins og Sælan og Stúlkan mín og farnir að heyrast í útvarpi og svona. Ég skil eftir drög af lagi og ég syngjandi lagið Farin. Þeir taka það síðan, fara með það í stúdíó og gera þetta lag, mitt fyrsta popplag sem ég sem fyrir aðra.“Einar fer yfir ferilinn.Lagið Farinn sló rækilega í gegn og hefur Einar ávallt verið þekktur fyrir það. Þarna er Einar Bárðarson 25 ára. „Svo er ég bara í Bandaríkjunum og með mjög lélega nettengingu svo ég gat lítið verið að fylgjast með öllu hér á landi. Svo kem ég heim um sumarið og þá er bara lag eftir mig það vinsælasta á Íslandi. Næsta lag eftir mig er lagið Sílikon sem er kannski ekki eitt af mínum bestu lagasmíðum en svo kom út lagið Myndir með Skítamóral sem varð mjög vinsælt. Síðan kemur lagið Birta sem vinnur forkeppnina í Eurovision og fer út til Kaupmannahafnar. Svo vita það ekki margir að lagið Spenntur með Á Móti Sól samdi Einar Bárðarson. Það var hitt lagið sem ég sendi í Eurovision en það var afþakkað.“Píanónið opnaði lagið Einar segir oft hafi lög hans hitt hljómsveitirnar á réttum stað. „Farin er lag sem breytti lífi mínu. Svo eru lög eins og lag sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, Ég sé þig. Það er svona lagið sem ég held mest upp á. Ég hef aldrei minnst á það og ætti að gera það en það var góður félagi minn Hilmar Hólmgeirsson sem svona dró mig í land með það lag. Ég hafði samið lagið á gítar en hann dró mig heim til sín og við settumst við píanóið og það svona opnaði lagið.“Það var mikill heiður fyrir Einar að starfa með Björgvini Halldórsson.Hann segir að það hafi verið skrýtið að byrja vinna með Björgvini Halldórssyni 30 ára. „Þetta var eins og að stíga inn í einhverja bíómynd. Ég vissi bara að þetta lag og Björgvin Halldórsson saman, ég þarf ekkert að pæla í því meira. Þetta er bara eins og að senda einhverjum smjör og egg og vita að maður fær til baka Naut og Bernaise.“ Í tilefni tuttugu ára starfsafmælisins heldur Einar tónleika sem nú er uppselt á og Einar ætlar sjálfur á sviðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er við Einar.Klippa: Ísland í dag - Einars saga Bárðarsonar
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“