Heiðraður vestan hafs fyrir framúrskarandi framlag til vísinda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2018 08:59 Kristján Sæmundsson, lengst til vinstri, þegar hann veitti verðlaununum viðtöku í Indianapolis í síðustu viku. Sigríður Pálmadóttir Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), veitti í síðustu viku viðtöku verðlaunum samtakanna fyrir framlag sitt til jarðfræðikortalagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynnt var um verðlaunin í sumar en Kristján hélt vestur um haf á dögunum til að taka við þeim í Indianapolis. Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján hlýtur eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2015. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag til jarðfræðikortlagningar sem leitt hefur til nýrrar vísindaþekkingar og/eða uppgötvunar hagnýtanlegra jarðrænna auðlinda og hafa stuðlað að auknum skilningi á hugtökum og grundvallarferlum í jarðfræði.Kristján að störfum í Hvalfirði.Sigurður G. KristinssonVerðlaunahafinn þarf að hafa verið höfundur að nákvæmum jarðfræðikortum, jarðfræðisniðum og yfirlitsskýrslum sem hafa öðlast vísindalega viðurkenningu sem eru í senn aðgengileg fræðimönnum og almenningi. Fjallað var um Kristján á heimasíðu ÍSOR í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.Kristján hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum sem hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs og fyrir framlag sitt til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi.Verðlaun Kristjáns.Sigríður PálmadóttirJarðfræðikortlagning og útgáfa jarðfræðikorta er starf sem margir koma að. Kristján hefur verið höfundur að langflestum jarðfræðikortum sem gefin hafa verið út á Íslandi. Kristján þykir vera frumkvöðull á þessu sviði og fremstur meðal jafningja. Síðustu árin hefur hann unnið ásamt samstarfsfólki sínu hjá ÍSOR að útgáfu nýrra og nákvæmari korta en áður hafa verið gefin út á Íslandi og kom fimmta kortið út í síðasta mánuði (innsk: júní).Hægt er að skoða nýjustu kortin í kortavefsjá á heimasíðu ÍSOR. Viðurkenning Kristjáns nær einnig til hins mikla og ómetalega framlags hans til nýtingar jarðhita á Íslandi til orkuvinnslu. Þótt fjölmargir jarðvísindamenn ÍSOR hafi komið að þeim málum í gegnum tíðina finnst varla sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld. Það var fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns við rannsóknir á jarðfræði Flateyjarskaga, Barry Voight, áður prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, sem tilnefndi Kristján til verðlaunanna. Vísindi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), veitti í síðustu viku viðtöku verðlaunum samtakanna fyrir framlag sitt til jarðfræðikortalagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynnt var um verðlaunin í sumar en Kristján hélt vestur um haf á dögunum til að taka við þeim í Indianapolis. Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján hlýtur eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2015. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag til jarðfræðikortlagningar sem leitt hefur til nýrrar vísindaþekkingar og/eða uppgötvunar hagnýtanlegra jarðrænna auðlinda og hafa stuðlað að auknum skilningi á hugtökum og grundvallarferlum í jarðfræði.Kristján að störfum í Hvalfirði.Sigurður G. KristinssonVerðlaunahafinn þarf að hafa verið höfundur að nákvæmum jarðfræðikortum, jarðfræðisniðum og yfirlitsskýrslum sem hafa öðlast vísindalega viðurkenningu sem eru í senn aðgengileg fræðimönnum og almenningi. Fjallað var um Kristján á heimasíðu ÍSOR í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.Kristján hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum sem hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs og fyrir framlag sitt til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi.Verðlaun Kristjáns.Sigríður PálmadóttirJarðfræðikortlagning og útgáfa jarðfræðikorta er starf sem margir koma að. Kristján hefur verið höfundur að langflestum jarðfræðikortum sem gefin hafa verið út á Íslandi. Kristján þykir vera frumkvöðull á þessu sviði og fremstur meðal jafningja. Síðustu árin hefur hann unnið ásamt samstarfsfólki sínu hjá ÍSOR að útgáfu nýrra og nákvæmari korta en áður hafa verið gefin út á Íslandi og kom fimmta kortið út í síðasta mánuði (innsk: júní).Hægt er að skoða nýjustu kortin í kortavefsjá á heimasíðu ÍSOR. Viðurkenning Kristjáns nær einnig til hins mikla og ómetalega framlags hans til nýtingar jarðhita á Íslandi til orkuvinnslu. Þótt fjölmargir jarðvísindamenn ÍSOR hafi komið að þeim málum í gegnum tíðina finnst varla sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld. Það var fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns við rannsóknir á jarðfræði Flateyjarskaga, Barry Voight, áður prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, sem tilnefndi Kristján til verðlaunanna.
Vísindi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira