Frítt að borða í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Brynjólfur Sigurðsson, matráður í Aratungu í Bláskógabyggð sem eldar ofan í leik og grunnskólabörnin á staðnum. Jóna Kolbrún Kjartansdóttir Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í sveitarfélaginu verði gjaldfrjálsar frá 1. janúar 2019. Í bókun vegna málsins var tekið fram að það sé gert til að stuðla að réttindum barna í sambandi við heilsu og næringu og vísað til leiðbeininga á heimasíðu landlæknis um næringu skólabarna. Í Bláskógabyggð eru reknir tveir grunnskólar, annars vegar Bláskógaskóli í Reykholti og hins vegar Bláskógaskóli á Laugarvatni, og er leikskóli samrekinn með grunnskólanum á Laugarvatni. Í Reykholti er síðan leikskólinn Álfaborg. Elstu nemendur skólans á Laugarvatni sækja nám í valgreinum í Reykholt. Sveitarfélagið rekur mötuneyti í Reykholti sem þjónar leik- og grunnskóla þar, en samningur er við Menntaskólann á Laugarvatni um kaup á mat fyrir leik- og grunnskólabörn á Laugarvatni. Áhersla er á að bjóða upp á hollan og góðan mat og að hráefni úr héraði verði nýtt í auknum mæli, en mikil matvælaframleiðsla er í Bláskógabyggð.Brynjólfur hefur nóg að gera alla virka daga vikunnar við að hræra í pottunum í Aratungu.Jóna Kolbrún Kjartansdóttir86 nemendur eru í Bláskógaskóli í Reykholti og 27 eru í leikskólanum Álfaborg sem er líka í Reykholti. 73 nemendur eru í leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.115 hinn 1. janúar 2018. Kostnaður sveitarfélagsins við að bjóða ókeypis máltíðir fyrir leik- og grunnskólabörn nemur um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. „Þessi breyting tryggir öllum börnum aðgengi að hollum og góðum mat á skólatíma, auk þess sem létt er undir með barnafjölskyldum. Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu og ekki annað að sjá en ánægja sé með þetta á meðal íbúa“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Bláskógabyggð Stj.mál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í sveitarfélaginu verði gjaldfrjálsar frá 1. janúar 2019. Í bókun vegna málsins var tekið fram að það sé gert til að stuðla að réttindum barna í sambandi við heilsu og næringu og vísað til leiðbeininga á heimasíðu landlæknis um næringu skólabarna. Í Bláskógabyggð eru reknir tveir grunnskólar, annars vegar Bláskógaskóli í Reykholti og hins vegar Bláskógaskóli á Laugarvatni, og er leikskóli samrekinn með grunnskólanum á Laugarvatni. Í Reykholti er síðan leikskólinn Álfaborg. Elstu nemendur skólans á Laugarvatni sækja nám í valgreinum í Reykholt. Sveitarfélagið rekur mötuneyti í Reykholti sem þjónar leik- og grunnskóla þar, en samningur er við Menntaskólann á Laugarvatni um kaup á mat fyrir leik- og grunnskólabörn á Laugarvatni. Áhersla er á að bjóða upp á hollan og góðan mat og að hráefni úr héraði verði nýtt í auknum mæli, en mikil matvælaframleiðsla er í Bláskógabyggð.Brynjólfur hefur nóg að gera alla virka daga vikunnar við að hræra í pottunum í Aratungu.Jóna Kolbrún Kjartansdóttir86 nemendur eru í Bláskógaskóli í Reykholti og 27 eru í leikskólanum Álfaborg sem er líka í Reykholti. 73 nemendur eru í leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.115 hinn 1. janúar 2018. Kostnaður sveitarfélagsins við að bjóða ókeypis máltíðir fyrir leik- og grunnskólabörn nemur um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. „Þessi breyting tryggir öllum börnum aðgengi að hollum og góðum mat á skólatíma, auk þess sem létt er undir með barnafjölskyldum. Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu og ekki annað að sjá en ánægja sé með þetta á meðal íbúa“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð Stj.mál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira