Tinder-flagari flakaður í lokuðum Facebook-hópi Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2018 15:15 Flagarinn er sagður með margar í takinu í einu, hann ljúgi út í eitt og gefi af sér mynd af hinum fullkomna manni. (Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.) Getty Images Í Facebookhópnum „Slæmar reynslur á Tinder“ er farið ófögrum orðum um mann nokkurn sem er nafngreindur, birtar af honum myndir og varað við honum. Hástöfum. Hópurinn sem um ræðir telur rúmlega þrjú þúsund meðlimi. 127 hafa lækað ýmist með hjartamerki eða reiðum kalli. Lýsingarnar eru með miklum ólíkindum. Maðurinn sagður rauðhærður, verkfræðingur sem spili á píanó, gítar, teikni, máli, skrifi, hugleiði, kenni hugleiðslu, æfi box og dæmi í þeirri íþrótt auk þess sem hann dansi salsa og zumba. Þetta er sem sagt myndin sem hann dregur upp af sér gagnvart konum, fórnarlömbum sínum, segir í ítarlegri færslu í hópnum. Yfirborðið. Hann er sagður snillingur í að sannfæra, „virðist svo góður, auðmjúkur, hlýr, skilningsríkur, yfirvegaður …“ fullkominn maður sem segir allt hið rétta. En, hann hittir margar konur í einu bæði á Íslandi og erlendis.Hlaupið hratt í burtu „Hann er 100% siðblindur og lýgur meira en nokkur sem ég þekki og hef heyrt um, nema kannski í Dateline eða 60 minutes. Hópurinn Slæmar reynslur á Tinder telur rúmlega þrjú þúsund meðlimi.HLAUPIÐ HRATT Í BURTU ef þið eruð í samræðum við hann eða hafið verið að hitta hann. EF þið hafið sofið hjá honum: FARIÐ Í TEST. Hann hefur sofið hjá ég veit ekki hvað mörgum óvarið meðan í sambandi með mér núna í akkúrat ár,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt bent á að hann eigi börn og aðgát skuli því höfð í nærveru sálar. Þau megi alls ekki heyra af þessu. Fjölmargar konur kannast við kauða. En bent er á að nú sé spilaborgin hans endanlega hrunin því búið sé að vara við hinum mikilvirka og siðspillta bósa. Ekki bara í fyrrnefndum hópi heldur einnig Beauty tips 30+ og þar eru 16 þúsund meðlimir. Þar er maðurinn reyndar ekki nafngreindur.Persónuverndarákvæði Í samtali Vísis við lögmann kemur fram að hér geti verið um að ræða atriði sem að téðum manni snúa sem heyri undir persónuverndarákvæði stjórnarskrár og þar með hegningarlög. Og það sem þær nokkur þúsund konur sem vilja vara við manninum, en jafnframt hlífa börnum hans við því að hann sé nefndur opinberlega, virðast ekki athuga er að með birtingu á borð við áðurnefnda lýsingu á samfélagsmiðlum er um að ræða opinber ummæli. Þetta kemur skýrt fram í nýlegum dómi MDE í Egils Einarssonar gegn Íslandi. María Rún hefur fjallað um nýfallinn dóm MDE þar sem kveðið er uppúr um það með afgerandi hætti að ummæli á samfélagsmiðlum heyra til opinberrar birtingar.fbl/stefán karlssonMálið snýst um túlkun ummæla hvar Egill var kallaður nauðgari og svo hvort ummæli á samfélagsmiðlum heyrðu til opinberrar birtingar. Ekki var talinn nokkur vafi á því leika og er talan 100 nefnd í því tiltekna samhengi, en það er bara einhver tala sem miðast við þá sem fylgdu þeim manni sem lét ummælin falla á Instagram.Ummæli á samfélagsmiðlum er opinber birting María Rún Bjarnadóttir doktorsnemi við háskólann í Sussex fjallaði ítarlega um þann dóm í grein sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands. Þar segir meðal annars. „Þá má ljóst vera að niðurstaða málsins felur í sér skýr skilaboð til íslenskra notenda samfélagsmiðla um að tjáning á slíkum miðli geti talist opinber birting í skilningi laga. Draga má þá ályktun að ekki verði gerðar vægari kröfur til almennra notenda samfélagsmiðla en fjölmiðlamanna hvað varðar hugsanlegan ábyrgðargrundvöll vegna tjáningar þeirra. Í ljósi mikillar notkunar samfélagsmiðla á Íslandi getur þetta reynst þýðingarmikið í annars konar málum en þeim sem varða ærumeiðingar á netinu, svo sem í málum sem varða annars konar röskun á friðhelgi einstaklinga í gegnum netið.“Hún var krassandi forsíða Pressunnar í febrúarmánuði 1994 en hún átti eftir að draga dilk á eftir sér.Frægasti flagari bæjarins Hliðstætt mál, sem kom upp fyrir tíma samfélagsmiðla, áður en fjölmiðlar glötuðu hliðvörsluhlutverki sínu í þeim skilningi að það er ekki lengur þeirra að ákvarða hvað heyrir til opinberrar birtingar, má finna í götublaðinu Pressunni. Þá birtist umfjöllun sem kynnt var til sögunnar á forsíðu 17. febrúar 1994 undir fyrirsögninni Frægasti flagari landsins. Um var að ræða Jón Halldór Bergsson sem fór í mál við blaðið. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þau Guðrúnu Kristjánsdóttur og Sigurð Má Jónsson, blaðamenn á Pressunni, og Karl Th. Birgisson, fyrrum ritstjóra blaðsins, til að greiða Jóni Halldóri bætur. „Héraðsdómur telur að greinin hafi falið í sér grófar og ærumeiðandi aðdróttanir í garð Jóns Halldórs og þar hafi verið vegið að persónu hans, siðferði og fjárhagsstöðu án þess að honum gæfist kostur á að koma að athugasemdum áður en greinin birtist,“ segir í umfjöllun Morgunblaðsins um dóminn. Samfélagsmiðlar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Í Facebookhópnum „Slæmar reynslur á Tinder“ er farið ófögrum orðum um mann nokkurn sem er nafngreindur, birtar af honum myndir og varað við honum. Hástöfum. Hópurinn sem um ræðir telur rúmlega þrjú þúsund meðlimi. 127 hafa lækað ýmist með hjartamerki eða reiðum kalli. Lýsingarnar eru með miklum ólíkindum. Maðurinn sagður rauðhærður, verkfræðingur sem spili á píanó, gítar, teikni, máli, skrifi, hugleiði, kenni hugleiðslu, æfi box og dæmi í þeirri íþrótt auk þess sem hann dansi salsa og zumba. Þetta er sem sagt myndin sem hann dregur upp af sér gagnvart konum, fórnarlömbum sínum, segir í ítarlegri færslu í hópnum. Yfirborðið. Hann er sagður snillingur í að sannfæra, „virðist svo góður, auðmjúkur, hlýr, skilningsríkur, yfirvegaður …“ fullkominn maður sem segir allt hið rétta. En, hann hittir margar konur í einu bæði á Íslandi og erlendis.Hlaupið hratt í burtu „Hann er 100% siðblindur og lýgur meira en nokkur sem ég þekki og hef heyrt um, nema kannski í Dateline eða 60 minutes. Hópurinn Slæmar reynslur á Tinder telur rúmlega þrjú þúsund meðlimi.HLAUPIÐ HRATT Í BURTU ef þið eruð í samræðum við hann eða hafið verið að hitta hann. EF þið hafið sofið hjá honum: FARIÐ Í TEST. Hann hefur sofið hjá ég veit ekki hvað mörgum óvarið meðan í sambandi með mér núna í akkúrat ár,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt bent á að hann eigi börn og aðgát skuli því höfð í nærveru sálar. Þau megi alls ekki heyra af þessu. Fjölmargar konur kannast við kauða. En bent er á að nú sé spilaborgin hans endanlega hrunin því búið sé að vara við hinum mikilvirka og siðspillta bósa. Ekki bara í fyrrnefndum hópi heldur einnig Beauty tips 30+ og þar eru 16 þúsund meðlimir. Þar er maðurinn reyndar ekki nafngreindur.Persónuverndarákvæði Í samtali Vísis við lögmann kemur fram að hér geti verið um að ræða atriði sem að téðum manni snúa sem heyri undir persónuverndarákvæði stjórnarskrár og þar með hegningarlög. Og það sem þær nokkur þúsund konur sem vilja vara við manninum, en jafnframt hlífa börnum hans við því að hann sé nefndur opinberlega, virðast ekki athuga er að með birtingu á borð við áðurnefnda lýsingu á samfélagsmiðlum er um að ræða opinber ummæli. Þetta kemur skýrt fram í nýlegum dómi MDE í Egils Einarssonar gegn Íslandi. María Rún hefur fjallað um nýfallinn dóm MDE þar sem kveðið er uppúr um það með afgerandi hætti að ummæli á samfélagsmiðlum heyra til opinberrar birtingar.fbl/stefán karlssonMálið snýst um túlkun ummæla hvar Egill var kallaður nauðgari og svo hvort ummæli á samfélagsmiðlum heyrðu til opinberrar birtingar. Ekki var talinn nokkur vafi á því leika og er talan 100 nefnd í því tiltekna samhengi, en það er bara einhver tala sem miðast við þá sem fylgdu þeim manni sem lét ummælin falla á Instagram.Ummæli á samfélagsmiðlum er opinber birting María Rún Bjarnadóttir doktorsnemi við háskólann í Sussex fjallaði ítarlega um þann dóm í grein sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands. Þar segir meðal annars. „Þá má ljóst vera að niðurstaða málsins felur í sér skýr skilaboð til íslenskra notenda samfélagsmiðla um að tjáning á slíkum miðli geti talist opinber birting í skilningi laga. Draga má þá ályktun að ekki verði gerðar vægari kröfur til almennra notenda samfélagsmiðla en fjölmiðlamanna hvað varðar hugsanlegan ábyrgðargrundvöll vegna tjáningar þeirra. Í ljósi mikillar notkunar samfélagsmiðla á Íslandi getur þetta reynst þýðingarmikið í annars konar málum en þeim sem varða ærumeiðingar á netinu, svo sem í málum sem varða annars konar röskun á friðhelgi einstaklinga í gegnum netið.“Hún var krassandi forsíða Pressunnar í febrúarmánuði 1994 en hún átti eftir að draga dilk á eftir sér.Frægasti flagari bæjarins Hliðstætt mál, sem kom upp fyrir tíma samfélagsmiðla, áður en fjölmiðlar glötuðu hliðvörsluhlutverki sínu í þeim skilningi að það er ekki lengur þeirra að ákvarða hvað heyrir til opinberrar birtingar, má finna í götublaðinu Pressunni. Þá birtist umfjöllun sem kynnt var til sögunnar á forsíðu 17. febrúar 1994 undir fyrirsögninni Frægasti flagari landsins. Um var að ræða Jón Halldór Bergsson sem fór í mál við blaðið. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þau Guðrúnu Kristjánsdóttur og Sigurð Má Jónsson, blaðamenn á Pressunni, og Karl Th. Birgisson, fyrrum ritstjóra blaðsins, til að greiða Jóni Halldóri bætur. „Héraðsdómur telur að greinin hafi falið í sér grófar og ærumeiðandi aðdróttanir í garð Jóns Halldórs og þar hafi verið vegið að persónu hans, siðferði og fjárhagsstöðu án þess að honum gæfist kostur á að koma að athugasemdum áður en greinin birtist,“ segir í umfjöllun Morgunblaðsins um dóminn.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira