Fá fræðslu um samskipti kynjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 13:00 Ætla má að Reykjavíkurborg þjónusti um 450 umsækjendur um alþjóðlega vernd á þessu ári. Vísir/Vilhelm Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. Reykjavíkurborg, líkt og önnur sveitarfélög, þjónustar umsækjendur um vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og sér fólki fyrir húsnæði, framfærslu og annarri þjónustu. Það sem af er þessa árs hafa 398 verið í þjónustu borgarinnar en ætla má að í heildina verði þetta um 450 manns við lok þessa árs að því er segir í frétt á vef borgrinnar. Að sögn Sigþrúðar Erlu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, má rekja fjölgunina til nýs verklags hjá Útlendingastofnun sem hraðað hefur afgreiðslu umsókna. „Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun er upp á 200 einstaklinga á hverjum tíma svo þar af leiðandi er ákveðin skipti náttúrlega sem eiga sér stað þegar fólk fær synjun og nýtt fólk kemur inn,“ segir Sigþrúður. Það eigi við hvort sem fólk fær synjun eða stöðu flóttafólks. Sérstakt teymi hjá borginni veitir umsækjendum stuðning á meðan þeir bíða niðurstöðu en meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á eru ýmis virkniverkefni á borð við samfélagsfræðslu, íþróttir, myndlist og fleira sem stuðla á að betri aðlögun að samfélaginu. Teymið hefur til að mynda staðið fyrir fræðslu fyrir unga karlmenn sem snýr að menningarlæsi þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um samskipti kynjanna, ólíka stöðu í jafnréttismálum og hlutverkum kynjanna á milli landa og þeim meðal annars kennt hvernig koma eigi fram við konur á Íslandi „Það er bara ólíkur menningarmunur sem fólk er að koma úr og þar af leiðandi teljum við mjög mikilvægt að við staðsetjum viðkomandi í því umhverfi sem hann er, þetta er bæði varðandi börn og barnauppeldi og líka varðandi samskipti kynjanna . Þetta eru bara þættir sem eru ólíkir á milli landa og við teljum mikilvægt að fræða um,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. Reykjavíkurborg, líkt og önnur sveitarfélög, þjónustar umsækjendur um vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og sér fólki fyrir húsnæði, framfærslu og annarri þjónustu. Það sem af er þessa árs hafa 398 verið í þjónustu borgarinnar en ætla má að í heildina verði þetta um 450 manns við lok þessa árs að því er segir í frétt á vef borgrinnar. Að sögn Sigþrúðar Erlu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, má rekja fjölgunina til nýs verklags hjá Útlendingastofnun sem hraðað hefur afgreiðslu umsókna. „Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun er upp á 200 einstaklinga á hverjum tíma svo þar af leiðandi er ákveðin skipti náttúrlega sem eiga sér stað þegar fólk fær synjun og nýtt fólk kemur inn,“ segir Sigþrúður. Það eigi við hvort sem fólk fær synjun eða stöðu flóttafólks. Sérstakt teymi hjá borginni veitir umsækjendum stuðning á meðan þeir bíða niðurstöðu en meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á eru ýmis virkniverkefni á borð við samfélagsfræðslu, íþróttir, myndlist og fleira sem stuðla á að betri aðlögun að samfélaginu. Teymið hefur til að mynda staðið fyrir fræðslu fyrir unga karlmenn sem snýr að menningarlæsi þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um samskipti kynjanna, ólíka stöðu í jafnréttismálum og hlutverkum kynjanna á milli landa og þeim meðal annars kennt hvernig koma eigi fram við konur á Íslandi „Það er bara ólíkur menningarmunur sem fólk er að koma úr og þar af leiðandi teljum við mjög mikilvægt að við staðsetjum viðkomandi í því umhverfi sem hann er, þetta er bæði varðandi börn og barnauppeldi og líka varðandi samskipti kynjanna . Þetta eru bara þættir sem eru ólíkir á milli landa og við teljum mikilvægt að fræða um,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira