Fá fræðslu um samskipti kynjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 13:00 Ætla má að Reykjavíkurborg þjónusti um 450 umsækjendur um alþjóðlega vernd á þessu ári. Vísir/Vilhelm Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. Reykjavíkurborg, líkt og önnur sveitarfélög, þjónustar umsækjendur um vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og sér fólki fyrir húsnæði, framfærslu og annarri þjónustu. Það sem af er þessa árs hafa 398 verið í þjónustu borgarinnar en ætla má að í heildina verði þetta um 450 manns við lok þessa árs að því er segir í frétt á vef borgrinnar. Að sögn Sigþrúðar Erlu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, má rekja fjölgunina til nýs verklags hjá Útlendingastofnun sem hraðað hefur afgreiðslu umsókna. „Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun er upp á 200 einstaklinga á hverjum tíma svo þar af leiðandi er ákveðin skipti náttúrlega sem eiga sér stað þegar fólk fær synjun og nýtt fólk kemur inn,“ segir Sigþrúður. Það eigi við hvort sem fólk fær synjun eða stöðu flóttafólks. Sérstakt teymi hjá borginni veitir umsækjendum stuðning á meðan þeir bíða niðurstöðu en meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á eru ýmis virkniverkefni á borð við samfélagsfræðslu, íþróttir, myndlist og fleira sem stuðla á að betri aðlögun að samfélaginu. Teymið hefur til að mynda staðið fyrir fræðslu fyrir unga karlmenn sem snýr að menningarlæsi þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um samskipti kynjanna, ólíka stöðu í jafnréttismálum og hlutverkum kynjanna á milli landa og þeim meðal annars kennt hvernig koma eigi fram við konur á Íslandi „Það er bara ólíkur menningarmunur sem fólk er að koma úr og þar af leiðandi teljum við mjög mikilvægt að við staðsetjum viðkomandi í því umhverfi sem hann er, þetta er bæði varðandi börn og barnauppeldi og líka varðandi samskipti kynjanna . Þetta eru bara þættir sem eru ólíkir á milli landa og við teljum mikilvægt að fræða um,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. Reykjavíkurborg, líkt og önnur sveitarfélög, þjónustar umsækjendur um vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og sér fólki fyrir húsnæði, framfærslu og annarri þjónustu. Það sem af er þessa árs hafa 398 verið í þjónustu borgarinnar en ætla má að í heildina verði þetta um 450 manns við lok þessa árs að því er segir í frétt á vef borgrinnar. Að sögn Sigþrúðar Erlu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, má rekja fjölgunina til nýs verklags hjá Útlendingastofnun sem hraðað hefur afgreiðslu umsókna. „Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun er upp á 200 einstaklinga á hverjum tíma svo þar af leiðandi er ákveðin skipti náttúrlega sem eiga sér stað þegar fólk fær synjun og nýtt fólk kemur inn,“ segir Sigþrúður. Það eigi við hvort sem fólk fær synjun eða stöðu flóttafólks. Sérstakt teymi hjá borginni veitir umsækjendum stuðning á meðan þeir bíða niðurstöðu en meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á eru ýmis virkniverkefni á borð við samfélagsfræðslu, íþróttir, myndlist og fleira sem stuðla á að betri aðlögun að samfélaginu. Teymið hefur til að mynda staðið fyrir fræðslu fyrir unga karlmenn sem snýr að menningarlæsi þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um samskipti kynjanna, ólíka stöðu í jafnréttismálum og hlutverkum kynjanna á milli landa og þeim meðal annars kennt hvernig koma eigi fram við konur á Íslandi „Það er bara ólíkur menningarmunur sem fólk er að koma úr og þar af leiðandi teljum við mjög mikilvægt að við staðsetjum viðkomandi í því umhverfi sem hann er, þetta er bæði varðandi börn og barnauppeldi og líka varðandi samskipti kynjanna . Þetta eru bara þættir sem eru ólíkir á milli landa og við teljum mikilvægt að fræða um,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira